Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Blaðsíða 51

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Blaðsíða 51
Úr sögu Elliðavatns Endurprentað úr bœklingnum „Heiðmörk“ Friðland Reykvíkinga ofan Elliðavatns, er Skógrcektarfélag Islands gaf út 1941 Þingstaðurinn. Elliðavatn er ofarlega í Seltjarnarneshreppi og stendur austan við samnefnt vatn. Gagnvart Elliðavatni, hinum megin vatnsins, er jörðin Vatnsendi, en ofan við Elliðavatn er jörðin Hólmur. Út í Elliðavatn sunnanvert gengur ofurlítið nes, sem Þingnes heitir. Geta menn Jtess til, að þar hafi þingstaður verið í fornöld, enda eru þar margar tættur, sem taldar eru búðarrústir. Kornyrkja? Á þrettándu og fjórtándu öld eignaðist Við- eyjarklaustur þessar jarðir að mestu eða öllu leyti. Þá var landsskuld af Elliðavatni ca. 3 vættir mjöls. Verður mjölgjaldið vart skilið á annan veg en að þá hafi akuryrkja verið á Elliðavatni. Þetta gjald er þó niðurfallið árið 1395. Frá því ári eru og til elztu upplýsingar um Hólm. Hann var 30 hndr. að dýrleika. Þá var kirkja á Hólmi, en liún mun hafa lagzt niður snemma á öldum. Milli Hólms og Elliðavatns stóð áður bær, sem Hrauntún nefndist, og eiga leifar hans að vera rjett við Gvendarbrunna. Koniingsjarðir — Kolagerð. Jarðir þessar munu allar hafa komizt undir konung við siðaskiptin, og þegar konungsvald- ið færist í aukana, sýna fógetareikningar kvað- ir þær og leigur, sem hvíldu á jörðunum. Ár- in 1547—1552 eru jarðirnar 3, Elliðavatn, Hólmur og Vatnsendi, taldar konungseign. Af- gjald hverrar jieirra er tíu aurar í fríðu og 12 tunnur viðarkola árlega. Af því hlýtur að vera ljóst, að allmikill skógur mun hafa verið á þessum jörðum, því að 36 tunnur kola eru eigi fáir hestburðir af viði. Auk þeirra kola. sem fóru til fógetanna á Bessastöðum, munu bændur úr næstu sveitum hafa aílað sér viðar- kola í skógi þessara jarða. ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉI.AGS ÍSLANDS 1975 Skógurinn þverr. Skógi á jörðum þessum mun hafa farið all- mjög aftur fram til þess, að jarðabók Árna og Páls var saman tekin, því þá var landskuldin 100 álnir af hverri jörð og auk þess 8 tunnur af kolum. Þess er getið, að kolatunnurnar hafi verið færðar úr 12 tunnum niður í 8 tunnur „fyrir þá orsök, að skógarnir eyddust svo mjög, að bændur gátu ekki meira orkað en nú gelzt". Enda virðast skógarleifar jarðanna orðnar ærið lítilfjörlegar. Á Vatnsenda er talið „hrís af reytingi erfitt, brúkast til kolagerðar og eldi- viðar“, á Elliðavatni „rifliris til eldiviðar og kolagerðar, en fer mjög í þurrð, og er undir eyðingu komið“. Lakast er Jtað á Hólmi, Jrar er að vísu hrísrif ennþá, „sem brúkast til eldi- viðar og svo naumlega, að jörðin þarf lirístak af öðrum að Júggja". Skógarleifar jarðanna hafa þó án efa verið all miklu betri en jarðabókin lýsir þeim, því að annars verður varla skilið, hvernig ábúendur jarðanna geta brennt 21 tunnur kola á liverju ári. S k ógarm annagö tur. Úr skóglendinu sunnan Elliðavatns liggja gamlar götur upp í Mosfellssveit í áttina til Kjalarness, sem Skógarmannagötur heita. Sag- an hermir, að bændur í Mosfellssveit og á Kjalarnesi liafi um Iangt skeið sótt öll viðar- kol suður í lönd Elliðavatns, Hólms og Vatns- enda. Fjdrkláðinn og skógurinn. Um það leyti er jarðabókin var rituð var fremur lítill búskapur á jörðum þessum, svo sem eðlilegt er þegar ábúendur jarðanna voru píndir og kvaldir með ótrúlegustu kvöðum valdsmannanna á Bessastöðum. En á fimmta og sjötta tug átjándu aldar fer Elliðavatn að koma við búnaðarsögu landsins, Jrví að þá var Jiar sett upp sauðfjárræktarbú og um 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.