Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 60
hjálpar við að reikna út timburframleiðslu
lerkis, Jjar sem Jrað nær álíka vexti og í hin-
um mældu reitum. Augljóst er, að gildi mæl-
inganna er takmarkað, aðallega fyrir þá sök
að ekki er unnt að aðskilja áhrif veðurfars á
vöxt lerkisins frá öðrum vaxtarþáttum. Því
getur verið varasamt að nota niðurstöður mæl-
inganna til að spá fyrir um vöxt lerkis á
öðrum stöðum með nokkurri vissu. Eins og er,
eru fáar aðrar hérlendar vaxtarmælingar til
samanburðar. En séu Jjær bornar saman við
Guttormslundarlerkið, á líkum aldri, kemur
í Ijós að lerkið hefur hvergi náð jafngóðum
vexti og í Guttormslundi.
A öðrum stöðum, þar sem vaxtarmælingar
hafa verið gerðar, er að sjálfsögðu heldur
ekki mögulegt að aðskilja áhrif veðurfars frá
öðrum vaxtarþáttum, t.d. hefur lerkið víðast
hvar vaxið upp í öðruvísi gróðurlendum en í,
Guttormslundi. Flestir yngri reitanna eru á?
mólendi eða blómlendi með bláberjalyngi,
en í Guttormslundi er undirgróður aðallega
reyrgresi með blómjurtum. Síðarnefnda gróð-
urhverfið hefur reynst mjög heppilegt fyrir
vöxt birkis á Hallormsstað (Ragnarsson, H.
og Steindórsson, S. 1973) og virðist einnig henta
lerki mjög vel.
Þá geta vaxtarmælingarnar gefið vísbend-
ingu um, hvernig heppilegast sé að grisja
lerkið. Erlendis gilda vissar aðalreglur um
grisjun hinna ýnisu trjátegunda, ]). e. a. s. að
visst viðarmagn er fellt við tiltekinn aldur á
vaxtarskeiðinu. í Bretlandi er t. d. fellt allt
að 60—70% viðarmagnsaukans við hverja
grisjun. (Christie & Johnston 1966). Þær töl-
ur, sem hér eru gefnar upp um grisjunar-
styrkleika í Guttormslundi, gætu því skoðast
sem tilraun til að gera sér hugmynd um,
hvernig byggja mætti upp grisjunarkerfi fyrir
’derki, sem hentaði íslenskum aðstæðum.
TAFLA 3. Vöxtur Síberíulerkis á nokkrum stöðum í Hallormsstaðaskógi og í Eyjafirði.
(Volume growth on Siberian larch in Hallormsstaður and in Eyjafjörður districts).
STAÐUR Aldur (Age) STANDANDI TRÉ £ ^é3 o; ’bc £ £ c: o 'o Ö •- 2 ri — > ^ -.O JZ Si, •X, </i — C —' c •g § » 8 h S2- 2 e 2 e ha m cm b rt" -* CJ 1 < c _ £ S ö 6 m2/ha ,o £■ fco rt dj £ £ <- 3 2 2 m3/ha VÖXTUR i-i I 1 73 o > 'ts 2 73 73 ‘3 1 b á g. m3/ha m3/ha
Giittormslundur p 38 24 1580 8.9 12.9 20.5 92.0 152.0 6.4
- 18 4960 6.0 7.6 24.0 87.8 89.8 5.0
Jónsskógur, p 51
Rentur A 23 1880 7.0 8.8 12.1 45.1 69.8 3.0
- B - 1770 6.4 7.9 8.5 27.9 46.3 2.0
- C - 1360 7.1 9.1 8.9 32.8 62.0 2.7
Samanburðartilraun p 53
Arkangelsk I 19 3110 5.2 6.6 10.8 34.7 43.9 2.3
- 11 - 3905 4.1 5.6 9.6 28.2 28.6 1.5
III - 3910 4.1 5.2 8.3 23.2 23.2 1.2
Hakaskoja I - 3460 5.1 6.7 12.1 37.2 41.7 2.2
11 - 3195 4.5 6.1 9.5 28.2 32.8 1.7
III - 3950 4.6 6.1 11.7 33.7 33.7 1.8
Irkutsk I - 2930 5.4 7.2 12.0 40.0 48.3 2.5
- II - 2660 3.6 4.8 4.8 12.9 12.9 0.7
- III - 3550 4.7 5.9 9.9 29.1 33.7 1.8
Vaðlaskógur, Eyjafirði 20 3000 5.6 5.1 6.2 19.5 19.5 1.0
58
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFF.LAGS ÍSLANDS 1975