Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Blaðsíða 58
ÞÓRARINN DENEDIKZ:
Vaxtarmælmgar á lerki í
Hallormsstaðaskógi vorið 1974
Mœlingar.
Nákvæmar vaxtarmælingar á barrtrjám hér
á landi eru a£ mjög skornum skammti. Þetta
stafar fyrst og fremst af því, að fram undir
1950 var lítið gróðursett, oftast tiltölulega fá
tré á hverjum stað, þannig að ekki er hægt
að leggja undir nægilega stóra mælifleti til að
þeir gefi nákvæmar upplýsingar um viðar-
magnsvöxt. Undantekning frá þessu er lerkið
í Guttormslundi, sem var gróðursett 1938, en
þar er lerki á um 0.6 ha lands. Reitur þessi
hefur verið mældur á h. u. b. þriggja ára
fresti síðan 1953, en þá var hann l'yrst grisjað-
ur. Niðurstöður þeirra mælinga hafa a. m. k.
tvisvar verið birtar hér í Arsritinu (Blöndal, S.
1953, 1957).
Saga þessa lerkireits er vel þekkt, svo ég sé
ekki ástæðu til að rekja hana að nýju (Pálsson,
G. 1947 og Bjarnason, H. 1957). Árið 1952
var afmarkaður í Guttormslundi 1000 m2 flöt-
ur til vaxtarmælinga, og hafa trén á honum
síðan verið mæld þriðja hvert ár, eins og fyrr
segir, og var síðasta mæling gerð 1974. Var
lerkið þá 36 ára gamalt frá gróðursetningu
eða 41 árs frá sáningu. Sama mælingaraðferð
hefur verið notuð frá upphafi, ]r. e. a. s. að
þvermál er mælt í 1.3 m hæð frá jörðu (brjóst-
hæð) fyrir hvert tré og einnig hæð hvers trés.
Viðarmagnið og árlegur viðarvöxtur voru
reiknuð út eltir norskum formtölum fyrir jap-
anskt lerki, og hafa þessar formtölur verið
notaðar síðan, sakir skorts á hliðstæðum töl-
um fyrir síberíulerki. Allar niðurstöðutölur eru
umreiknaðar á ha og eru þær birtar í eftirfar-
andi töflum.
TAFLA 1. Síberíulerki gróðursett í Guttormslundi, Hallormsstað 1938. Fræið frá Arkangelsk-
héraði í Rússlandi. Allar tiilur umreiknaðar á ha.
Siberian larch of Arkangelsk provenance planted 1938 at Hallormsstaður.
StRndandi tré (Standing crop)
Felld tré (Thinnings)
Aldur (Age) Trjáfjöldi (Stems/ha) (Height) 'c' ^ i a £ .0 o !§ o £ Q- m m | Þvermál (Diameter) 3 Grunnflötur 1 10 (Basal Area) 3 Viðarmagn w (Volume) Trjáfjöldi (Stems/ha) a £ m _ <U g S <u .2 a a cm « Grunnflötur lo (Basal Area) Ö fao ^ rt <u s s JO o > > m3 3 Samanlagt viða; 03 (Total Volume) >4 SO í> U SO 4J á m3
15 4960 4.5 5.5 5.4 11.3 38.0 600 4.0 4.0 0.8 2.0 40.0 2.7
18 4960 6.0 6.9 7.G 24.0 87.8 89.8 5.0
22 2370 8.0 8.4 11.1 23.0 95.0 2590 6.1 6.9 8.8 29.5 126.5 5.8
24 1580 8.9 9.5 12.9 20.5 92.0 790 5.8 10.3 6.6 29.0 152.5 6.4
27 1330 9.8 10.5 14.6 22.1 107.1 250 9.0 12.7 3.3 14.8 182.4 6.7
30 1200 10.6 11.3 15.7 23.3 121.3 130 9.9 14.6 1.6 7.5 204.1 6.8
33 890 11.2 11.8 17.3 20.8 113.2 310 10.5 15.7 6.0 31.1 227.1 6.9
36 830 11.6 12.4 18.3 21.8 121.9 60 10.2 14.3 1.0 4.9 240.7 6.7
56 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975