Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 19

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 19
Syðsti hluti Hjallabrautar Ljósm.: Stefán Nikulásson 1975 við Strípshraun. Árið 1957 var hann fram- lengdur fram hjá Strípshrauni og suður hæð- irnar austan við Hjalla, og var framlengingin 3.4 km. Var þessum vegi, alla leið frá Hlíð- arvegi, nú gefið nafn og hann kallaður Hjalla- braut. Frá enda þessa vegar var um leið ruddur þvervegur fram hjá klettum þeim, sem kallaðir hafa verið Hulduklettar, og upp í Löngubrekkur. Þetta sama sumar var ruddur nýr vegur út frá Heiðarvegi fyrir ofan hólinn Skyggni til suðvesturs, allt suður undir Strípshraun, til mikils hagræðis fyrir landnemafélög, sem hafa helgað sér spildur á báða bóga við hinn nýja veg. Vegur þessi er um 1 km að lengd, og hefur hann hlotið nafnið Landnemaslóð. Loks var um haustið, um það leyti sem gengið var frá samningi um Vífilsstaðaland ruddur vegur frá Flóttavegi um hraunið með- fram Vífilsstaðahlíð, um 1.6 km langur. Við syðri brún ltins nýja vegar var samtímis lag- fært girðingarstæði. Vegurinn meðfram Vífils- staðahlíð hefur hlotið nafnið Hlíðarvegur. Alls jókst þannig á þessu ári vegakerfið á Heiðmörk um 6 km. Jafnframt var eldri vegum haldið við með ofaníburði, heflun og lagfær- ingum. Með vegagerðinni 1957 tók að hilla undir samfelldan veg eftir endilangri Heiðmörk frá Silungapolli suður fyrir Vífilsstaði. En vega- gerð á því svæði, sem eftir var, yfir Vífils- staðahlíðaröxlina og syðstu Hjallabrúnirnar, ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975 hlaut að verða vandasamari en sú vegagerð, sem framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins hafði áður haft með höndum á Heiðmörk. Var nú leitað aðstoðar ungs verkfræðinema, Jóns Birgis Jónssonar, sem unnið hafði hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur undanfarin sumur, og mældi hann fyrir þessum vegarkafla. Hófst lagning hans haustið 1958, og var vegarlagn- ingunni að verulegu leyti lokið sumarið 1960. Var þetta 7 km langur vegur. Áður en hinn nýi vegur yrði opnaður fyrir almenna umferð var nauðsynlegt að bera í hann mikinn ofaníburð. Var unnið að því næstu tvö sumur. Einnig Jrurfti að gera lagfær- ingar á Hlíðarvegi, sprengja nokkur hraunhöft og lagfæra beygjur. Síðari hluta sumars 1962 var vegurinn opnaður til umferðar. Sumarið eftir, 1963, var lokið við að gera vandað pípuhlið á Heiðmerkurgirðinguna við vegamótin hjá Flóttavegi. Sumarið 1964 var lagfærður vegur beggja megin við pípuhlið á nýrri girðingu um Rauð- hóla. Næstu ár voru vegaframkvæmdir á Heiðmörk í því fólgnar, að borið var ofan í vegina, hlaðið upp að þeim, sáð grasfræi í vegabrún- ir, gerð útskot á vegi og smá-bílastæði hér og þar. En vegirnir á Heiðmörk Jtola ekki vetrar- umferð, þegar frost og þíðviðri skiptast á, nema Jrar sem Jteir eru á hrauni. Þess vegna hefur orðið að loka Heiðmörk fyrir bílaumferð frá 17

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.