Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 75
hefur, og að þá lægju fyrir nauðsynlegar upp-
lýsingar um þau atriði, er tryggt gætu örugg-
ari og hetri plöntuafhendingu.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að
miklar verðhækkanir hafa orðið á trjáplöntum
að undanförnu, auk þess sem söluskattur
hefur hækkað allverulega. Skógræktarfélögin
hafa skiljanlega borið sig illa undan þessu,
einkum þau, sem hafa litla möguleika til fjár-
öflunar. Að vísu hafa félögin á móti þessu
fengið afslátt af plöntum, sem oftast hefur
numið þriðjungi plöntuverðs. Þrátt fyrir þessa
ívilnun fer hlutfallslega meira og meira af tekj-
um félaganna til plöntukaupa og af þeim sök-
um ltefur gróðursetning þcirra minnkað veru-
lega. A sömu sveif leggst stóraukinn kostnaður
við gróðursetningu, ekki síst sakir þess að vinna
sjálfboðaliða fer minnkandi.
Það verður að horfast í augu við þá staðreynd
að af er sú tíð, er sjálfboðaliðar fóru í tugatali
til gróðursetningarstarfa, jafnvel dag eftir dag á
hverju vori. Er svo komið, að þessi þáttur
félagsstarfsins er hverfandi móts við jrað sem
áður var. Þó eru frá þessu undantekningar
og á það við sum félög úti á landsbyggðinni;
félög sem einfakllega hafa ekki ráð á að kosta
til gróðursetningar.
Gera má ráð fyrir að framhald verði á þess-
ari þróun a.m.k. þegar litið er til næstu ára.
Hinsvegar er ekki auðsætt hvernig félögin geti
staðið straum af sívaxandi gróðursetningarút-
gjöldum. Fljótt á litið virðast valkostirnir ekki
margir. Beinast liggur við að félögin dragi enn
frekar úr gróðursetningu plantna. Væri miður
farið, ef grípa jryrfti til þess neyðarúrræðis,
bæði sakir mikilsverðs þáttar félaganna í skóg-
ræktarstarfinu og þess hve gróðursetning skóg-
ræktarinnar í heild hefur dregist saman að
undanförnu. Heppilegra væri að auka niður-
greiðslur á plöntum með vindlingafé Land-
græðslusjóðs, annaðhvort með beinum fjár-
framlögum til félaganna, með hliðsjón af
plöntukaupum þeirra, eða auka frekar styrk
sjóðsins til plöntuuppeldisins. Fyrri kosturinn
virðist heppilegri, þar sem hann ætti að örva
plöntukaup félaganna, auk þess, sem þetta
stuðlaði að réttlátari skiptingu styrks til jreirra.
Að auki myndi slík tilhögun veita gróðrar-
stöðvunum visst aðhald, bæði hvað varðar
framleiðslu og verðlagningu plantna. Nú myndu
Styrkur til skógrœktarfélaga 1973.
Skógræktarfélag Akraness .......... kr. 8.000
— Árnesinga ..................... — 110.000
— Austurlands ....................— 20.000
— A.-Húnvetninga ................ — 56.000
— A.-Skaftfellinga .............. - 22.000
—■ Bolungarvíkur ................. — 24.000
— Borgfirðinga .................. - 112.000
— Björk ......................... - 14.000
— Dalasýslu ..................... — 27.000
— Eyfirðinga .................... — 125.000
— Hafnarfjarðar ................. — 86.000
— Heiðsynninga .................. — 20.000
— ísafjarðar .................... — 68.000
— ICjósarsýslu................... — 25.000
— Kópavogs ...................... — 115.000
— Mýrdælinga .................... — 28.000
— Neskaupstaðar ................. — 25.000
— N.-Þingeyinga ................. — 15.000
— Rangæinga...................... — 45.000
— Reykjavfkur ................... — 125.000
— Seyðisfjarðar ................. — 8.000
— Siglufjarðar .................. — 17.000
— Skagfirðinga .................. — 115.000
— Stykkishólms .................. — 46.000
— Strandasýslu .................. — 8.000
— Suðurnesja .................... — 8.000
— Súgandafjarðar ................ — 20.000
— S.-Þingeyinga ................. — 110.00
— V.-Barðstrendinga.............. — 25.000
— V.-ísfirðinga ................. - 23.000
— íslands ....................... — 550.000
Alls kr. 2.000.000
e.t.v. margir óttast, að með slíku fyrirkomu-
lagi gætu félögin dregið úr fjáröflun heima-
fyrir. Eg hygg hinsvegar, að þetta yrði félög-
unum hvatning til frekari dáða og gæfi þeim
jafnframt aukna möguleika á að sinna öðrum
nauðsynlegum störfum, sem sakir fjárskorts
hafa orðið útundan.
Hér hefur oft áður verið á það bent, að
þörfin fyrir aukna hirðingu plantna eykst ár
frá ári, eftir því sem bætist við nýgróður-
setningar. Því miður hefur þetta ekki tekist og
er því víða í óefni komið. Til dæmis um þetta
var ekki varið meira en kr. 140 þúsundum til
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975
73