Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Blaðsíða 77

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Blaðsíða 77
HAUKUR RAGNARSSON: Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins Ársskýrsla 1973 I. INNGANGUR Sú breyting varð á föstu starfsliði stöðvar-- innar, að Evert Ingólfsson hætti störfum 20. ágúst, og vil ég nota þetta tækifæri til þess að þakka honum ágæta samvinnu á liðnum árum. Annar garðyrkjumaður mun væntanlega taka til starfa hér 1. apríl. Lausráðið verkafólk starfaði hér að venju yfir sumartímann. Vinnuvikur þess voru alls 77, og skiptust þannig eftir mánuðum: maí 8, júní í Haukadal og á Hallormsstað. Jafnfjölmenn- ur hópur íslendinga dvaldi í Opplandfylki í Noregi. Stóð skiptiferðin yfir í hálfan mánuð; var farið I. ágúst og komið heim þann 15. Þóttu ferðir þessar takast vel. Slíkum hópferðum fylgir að sjálfsögðu mikill kostnaður og ærin fyrirhöfn. Reynt hefur verið að mæta kostnaði á ýmsan hátt, t. d. með far- gjöldum og vinnuframlögum þátttakenda. En reynslan liefur samt orðið sú, að erfitt hefur reynst að ná endum saman. Verst hefur þetta komið við pyngju þeirra skógræktar- félaga, sem tekið hafa á móti norðmönnum til dvalar. Þá virðist erfitt að brúa þetta bil svo nokkru nemi með auknum störfum þeirra hér. Afköstin voru t. d. aðeins um 60 þúsund gróðursettar plöntur að lokinni þessari ferð og afar misjöfn frá stað til staðar. Því virðist nauðsynlegt að endurskoða skipu- lag slíkra ferða með tilliti til kostnaðar. Væri e. t. v. hægt að draga nokkuð úr kostnaði með því að fækka dvalarstöðum og hækka fargjöld og er þó hvorugur kosturinn góður. Þá hefur komið til tals að fækka ferðum frá því sem verið hefur, en það virðist ekki koma til greina a.m.k. í nánustu framtíð, ]rví greinilegur áhugi virðist vera hjá norðmönn- um að fjölga þeim frekar en fækka. 29, júlí 17, ágúst 17, september 4 og desember 2. Að venju var illmögulegt að fá verkafólk fyrr en í júníbyrjun þegar skólunum lauk. II. TILRAUNIR Á MÓGILSÁ Veðurathuganir. Auk venjulegra veðurathug- ana og búveðurfræðiathugana, voru gerðar hita- mælingar á þremur stöðum í mismunandi hæð í Esjunni nær allt árið. Þessum mælingum var lýst í síðustu ársskýrslu. Niðurstöður veðurat- hugana liggja ekki fyrir ennþá. Vöxtur mátti heita í meðallagi. Norðan- áttir voru með minna móti, svo sem verið hafði tvö undanfarin ár. Utjörð spratt lengur fram- eftir sumri en venjulegt er og ekki eins nauð- bitin og verið hefur á undanförnum árum. Sáning og dreifsetning. I plastgróðurhús var sáð eftirfarandi tegundum og kvæmum í 70 fermetra: 11 grenitegundum af 60 kvæmum 3 þallartegundum af 11 kvæmum 3 furutegundum af 14 kvæmum. I gróðurhúsið var sáð smásýnum af 15 furu- tegundum, 3 grenitcgundum og 1 lerkitegund auk smásýna af ýmsum lauftrjám og runnum og jurtum. Dreifsetning var lítil, nær eingöngu sitka- greni, sem fyrirhugað er að nota í skjólbelti. Stiklingarcektartilraunir. Settir voru í gróð- urhúsið 900 sitkagrenistiklingar, og mynduðu 60% þeirra rætur. 1600 birkistiklingar af úrvals- trjám voru settir og rættust helmingur þeirra. Tilraunir voru gerðar með ýmsar aðrar tegundir barrtrjáa, svo sem fjallaþin og lerki en árangur lítill. Þá voru settir hér seljustiklingar og rót- arstildingar af Idæösp frá Norður-Noregi, sem Sigurður Blöndal hafði safnað liaustið 1972. Af báðum tegundunum rættust nógu tnargir stiklingar til þess, að hægt verði að fjölga þeim fljótlega í þó nokkrum mæli. ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.