Skógræktarritið - 15.10.2005, Blaðsíða 19
Nú var þessi sitkagreniteigur
reyndar kominn á spjöld sög-
unnar, því að í Landsúttekt
Rannsóknastöðvar Skógræktar
ríkisins, þar sem hér var mælt
2001, kom í ljós mesti meðalárs-
vöxtur, sem mælst hefir í barr-
skógi á íslandi til þessa, eða
11,87 mVha/ári. Yfirhæðin var þá
I7,2menernú 18,3 mog 34,8
cm f brjósthæð. En hæsta tréð í
teignum utan mæliflatarins er
19,2 m á hæð og 28,8 cm í
brjósthæð.
Til samanburðar má nefna, að
í Guttormslundi hefir þessi stærð
um alllangt skeið verið um 7 m.3
Ég bendi þeim lesendum, sem
vilja kynna sér niðurstöður
Landsúttektarinnar á sitkagreni á
grein mína um sitkagreni í Skóg-
ræktarritinu 2004,1. tbl. Saman-
burður á vexti sitkagrenis í öllum
landshlutum er í töflunni á bls.
22. Þar sést m.a., að næstmesti
vöxtur sitkagrenis hefir mælst í
Katlagili í Mosfellssveit.
Ég verð að geta þess að
lokum, að hér á Héraði eru litlir
sitkagrenilundir á nokkrum stöð-
um, sem voru gróðursettir á 6.
áratugnum. Það er sama sagan
alls staðar! Sitkagrenið hefir
vaxið hreint ótrúlega. Þannig er
t.d. 6. hæsta sitkagrenitré lands-
ins á Hrafnkelsstöðum í Fljóts-
dal. Metúsalem Kjerúlf gróður-
setti það 1949. Það var 19,6 m
hátt 2004. Ég bendi líka á 16.
mynd í áðurnefndri grein minni í
Skógræktarritinu 2004, 1. tbl.
Þann teig gróðursetti Metúsalem
Kjerúlf líka 1957, kvæmi Seward.
4. mynd.