Skógræktarritið - 15.10.2005, Blaðsíða 28
Þegar lúpínan hörfar um síðir af
svæðinu eftir ótilgreindan ára-
fjölda verður vaxinn upp snotur
asparskógur þar sem áður var
alger eyðimörk en er nú vel gróið
land. Og þetta gerist allt með
litlum tilkostnaði og lágmarks-
fyrirhöfn. Getur skógræktarmaður
unnið skemmtilegri sigur f
ræktun sinni?
Plöntuframleiðanda er vandi á
höndum þegar söluvertíð hefst á
vorin. Bakkaplöntur þurfa að vera
ásjáleg söluvara og hraustlegar í
útliti - en hann má ekki gera of
vel við þær þvf að þá getur hann
lent í vandræðum. Plöntur í
þökkum eru þýsna fljótar að
spretta úr sér á þlíðum vordögum
og þá er voðinn vís.
Þess vegna skulum við reikna
með því að bakkaplöntur séu
hálfsvangar, jafnvel soltnar,
þegar við kaupum þær og hafi
ekki næringarforða til margra
daga. Við þurfum að bæta úr því
áður en við stingum plöntunum í
jörð og haga svo til að þær geti
strax farið að búa um sig á hinum
nýja vaxtarstað.
Best er að vökva bakkana með
áburðarblöndu þegar þeir hafa
verið fluttir á vettvang. Plönt-
urnar taka vel við og síðan vökva
ég þær aftur á sama hátt næsta
dag áður en ég sting þeim niður.
Þar með eru þær komnar með
varaforða og rótarkökkurinn fullur
af áþurði. Þetta skilar ótrúlegum
árangri miðað við vökvun með
vatni.
Þessi áburðargjöf táknar að
plantan hefur næringarforða og
þrótt til að fara strax að skjóta
rótum út í hinn alsnauða jarðveg
umhverfis hana. Hún fer strax að
búa um sig. Þetta er hins vegar
ekki nóg því að nýfenginn
áburðarskammtur endist henni
tæpast lengur en í viku eða tíu
daga.
Þess vegna sáldrum við blá-
korni kringum hverja plöntu eftir
gróðursetningu og höfum
skammtinn allríflegan af þvf að
jarðvegurinn er svo snauður. Þar
með hefur plantan næringarforða
til að þúa um sig á nýja staðnum
og þegar hún teygir rætur Iengra
fer hún brátt að njóta góðs af
köfnunarefni úr lffrænum leifum
lúpínunnar.
Hin sjálfbæra þróun fer strax í
gang. Litla asparplantan er
komin í hávaxna gróðurþreiðu,
hefur skjól af lúpínunni í kringum
sig, næringarforða f rótarkekki og
á yfirborði og fer þegar að vaxa.
Þær fara vel saman á berangrin-
um, alaskalúpfna og alaskaösp,
frekjuhundar báðar tvær og
ómetanlegar til að klæða auðnir
þessa lands.
Þótt jarðvegur sé enn afar snauður
þarf ekki að bera á öspina nema við
gróðursetningu, gagnstætt greninu
sem áður var iýst. Frjóefni í rótar-
kekki plöntunnar og umhverfis
hana tryggja rótarmyndun og
'-fÍFí>'
jt
n
áf i»?■ 'l&yxp *
'l Atjfí rKþjtjík-s*
ry. - X v . •; c
á
t <
m |
__ 1
Þessi Keisari vex í þurrum foksandi, erfiðasta umhverfi fyrir fivaða gróður sem er, enda var
hér alger eyðimörk fyrir daga túpínunnar. Samt bcetti hann við sig 60 cm hæðarvexti
sumarið 2005. Blaðstœrðin segir allt sem segja þarf um líðan þessa litla trés.
26
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005