Skógræktarritið - 15.10.2005, Blaðsíða 67
°C (mælt á 10 cm dýpi í jarðvegi)
og hann var óháður lengd vaxtar-
tímans. Meðalhiti vaxtartímans
er því besti mælikvarðinn á legu
skógarmarka og er þvf fylgt í
þessari grein. Hins vegar er
niðurstaðan nánast hin sama hér
á landi og víðast á norðurslóðum
hvort heldur skógarmörkin eru
miðuð við meðalhita á vaxtar-
tímanum (þriggja mánaða
meðalhita) eða hitasummu. Eins
og fram kemur síðar í þessari
grein eru hitasummu- eða
meðalhitamörk birkisins í Skand-
inavíu ekki góður mælikvarði á
hitamörk birkisins hér á landi.
Sumarhiti við skógarmörk í
Fnjóskadal og aðlægum dölum
Flateyjardalur, Dalsmynni,
Ljósavatnsskarð, Fnjóskadalur,
Timburvalladalur, Hjaltadalur og
Bleiksmýrardalur mynda einn
megindal sem skerst frá sjó og
langt inn í miðhálendið. f þessu
dalakerfi eru birkiskóglendi frá
sjó á Flateyjardal og ná lengst frá
hafi um 74 km til suðurs á
Timburvalladal. Samkvæmt skrá
yfir birkiskóga teljast vera 20
skóglendi á þessari leið.23 Efri
niörk skóglendisins í þessu
dalakerfi virðist víðast hvar fylgja
náttúrulegum mörkum. Svæðið
er því ákjósanlegt til að meta
hitamörk birkisins.
Margir þættir ákvarða skógar-
ntörk en sumarhiti setur efstu
skógarmörk. Efstu mörk sam-
fellds birkis voru fundin í fyrr-
nefndum 20 birkiskóglendum og
ákvörðuð hæð þess staðar og
fjarlægð frá sjó. Ef fleiri en ein
skógartota virtist ná í sömu hæð
yfir sjó réð slembiúrtak því hver
þeirra var fulitrúi skógarins.
Þannig voru aðeins ein efstu
skógarmörk í hverjum skógi.
Efstu mörk birkisins ná í 250
m hæð yfir sjó á Flateyjardal
(mynd 1) og breytast lítið með
fjarlægð frá hafi fyrstu 40 km inn
til landsins. Þannig virðast
birkimörkin ná álíka hátt yfir sjó á
Flateyjardal, Flateyjardalsheiði,
Dalsmynni, Ljósavatnsskarði og
norðanverðum Fnjóskadal milli
Dalsmynnis og Ljósavatnsskarðs.
Sunnan við prestsetrið Háls
hækka birkimörkin hratt eða að
meðaltali um 6,8 m á hvern km
til suðurs og ná f um 500 m hæð
yfir sjó f dölunum suður úr
Fnjóskadal.
Lofthiti lækkar með hæð yfir
sjó. í júlímánuði er hitafallið yfir
Keflavíkurflugvelli að meðaltali
um 0,72°C á 100 m í neðstu 500
m lofthjúpsins.24 Meðaltal hita-
falls þriggja hlýjustu sumar-
mánaða (júní, júlí, ágúst) er
0,74°C á 100 m. Þetta hitafall má
nota til að reikna sumarhita við
skógarmörk út frá áætluðum hita
við sjávarmál.
í Fnjóskadal er veðurstöð á
Vöglum og út frá henni má reikna
hita við efstu mörk birkísins f
Vaglaskógi. Á Norðurlandi
hækkar meðalhiti júlímánaðar að
meðaltali um 0,025°C á hvern
kílómetra frá hafi.25 Þessi hita-
stigull var notaður til að reikna
sumarhita (meðalhiti júnf, júlí og
ágúst) við efstu skógarmörk í
Fnjóskadal og aðliggjandi dölum.
Það var gert þannig að meðalhiti
þriggja sumarmánaða fyrir tíma-
bilið 1931-1960 á Vöglum var
reiknaður að sjávarmáli með
fyrrnefndu hitafalli frá Keflavfkur-
flugvelli. Hitastigullinn með
fjarlægð frá hafi var notaður til
að finna hita miðað við sjávarmál
undir efstu skógarmörkum
skóglendanna 20. Sumarhiti við
skógarmörkin var sfðan reiknaður
út frá hæð skógarmarkanna yfir
sjó og hitafallinu í andrúmslofti
(0,74°C á 100 m). Hitagildin við
efstu skógarmörk eru sýnd á
mynd 2.
Meðalhitinn við efstu mörk
þessara 20 skóglenda var 8,0 ±
0,51°C og var óháður fjarlægð frá
hafi. Átta lægstu sumarhitagildin
voru valin sem jaðarmörk birk-
isins með tilliti til sumarhita.
Meðaltal þeirra var 7,6 ± 0,19°C
Mynd 4. Möguleg útbreiðsla birkis d íslandi miðað við sumarhita. Ljósgrœnt svœði sýnir
land milli 9,2 og 7,6°C sumarhita. Millidökkt svœði er innan 9,2°C sumarhilamarka og
dökkgrœn svæði eru núverandi birki skv. stafrænu korti aföllum na'ttúrulegum birkiskógum
landsins. Gra' svæði eru ofan birkimarka (7,6t>C sumarhita). Kortið teiknaði Karolína R.
Guðjónsdóttir út frá sumarhitakorti Hans H. Hansen.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
65