Skógræktarritið - 15.10.2005, Blaðsíða 66
Mynd 3. Möguleg útbreiðsla birkis miðað við skógarmörk við 7,6°C sumarhita (ijósgrœnt)
og núverandi birkiskógur (dökkgrænt) í Fnjóskadat og nágrenni. Rauð lína afmarkar
rannsóknasvæðið CFnjóskadal og aðlcegum dölum. Myndina teiknaði Hans H. Hansen.
hita vaxtartímans en meöalhiti
hlýjasta mánaðar. í Skandinavfu
hefur lengi verið vitað að meðal-
hiti fjögurra hlýjustu sumar-
mánaða (tetraterm) erágæt
vísbending um vaxtarmörk trjá-
tegunda14 en Bðrre Aas sýndi
fram á að þriggja mánaða sumar-
hiti var besti mælikvarðinn á
skógarmörk ilmbjarkar, skógar-
furu og rauðgrenis í Noregi.15
Niðurstaða hans er mjög skiljan-
leg þar sem vaxtartíminn við
skógarmörk er vfðast hvar um þrír
mánuðir.
Meðalhiti þriggja sumar-
mánaða (júní, júlí og ágúst) við
skógarmörk birkis á 74 stöðum í
Noregi reyndist 9,2 ± 0,86°C
(meðaltal ± staðalfrávik). Á 37
stöðum þar sem athuganirnar
voru traustastar reyndist niður-
staðan 9,1 ± 0,44°C. Borre Aas
skilgreindi skógarmörk sem efstu
mörk þar sem a.m.k. 15 trjáa
þyrping var með hærri trjám en
2,5 m.
Wardle lýsti grundvallar-
tilgátu um orsakir skógarmarka
svo: "Length and warmth of
growing season at the tree
canopy height determine the
ability of shoots to grow, mature
and harden against winter cold''.16
Þetta má þýða þannig: Lengd
vaxtartímans og sumarhiti við
yfirborð trjákrónunnar ákvarðar
vöxt, þroskun og herðingu
árssprotanna fyrir vetrarkulda.
Þessa grundvallartilgátu má
umorða svo að skógarmörk
takmarkist af hitasummu á
vaxtartímanum, þ.e. að tiltekna
lágmarkshitasummu þurfi til að
ársvöxturinn þoli veturinn. Þessi
hugsun liggur að baki margra
rannsókna á skógarmörkum, t.d.
verkum Tranquillini í Austurrísku
Ölpunum.17
Norski fræðimaðurinn Elias
Mork rannsakaði sprotavöxt
rauðgrenis við skógarmörk í
Austur- Noregi. Hann fann að
sprotarnir lengdust hraðast á
hlýjum sumardögum.18 Sam-
bandinu lýsti hann með s.k.
vaxtareiningum. Með þessari
nálgun fylgir hækkun trjánna
veginni hitasummu sumarsins
þar sem hlýir dagar hafa meira
vægi en svalir. Með tilvísun í verk
Morks setti Páll Bergþórsson
fram hugvitsamlegar aðferðir og
útreikninga á hitamörkum birk-
isins19 sem hafa verið notaðar til
að áætla útbreiðslu birkisins á
fyrri öldum og árþúsundum.20 21
Á þessum hitasummufræðum
er einn galli. Christian Körner og
Jens Paulsen rannsökuðu hita við
skógarmörk víðs vegar í heim-
inum.22 Þeir sýndu fram á að
skógarmörk fylgja hvorki Iengd
vaxtartímans né hitasummu. í
hitabeltinu getur vaxtartíminn
við skógarmörk varað nánast allt
árið og hitasumman verið mjög
há en nærri heimskautunum er
vaxtartfminn um þrír mánuðir og
hitasumman lág. Þeir sýndu
jafnframt fram á að við skógar-
mörk var meðalhiti á vaxtar-
tfmanum mjög svipaður alls
staðar f heiminum eða 6,7 ± 0,8
64
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005