Skógræktarritið - 15.10.2005, Blaðsíða 47

Skógræktarritið - 15.10.2005, Blaðsíða 47
komandi kynslóðir. Hinn þriðji sér skðgrœktina sem fegrun landsins til útivistarog ánægju fyrir landsmenn. Og fulltrúar þessara mismunandi sjónarmiða geta sfðan deilt um það hvert þeirra á að sitja ífyrirrúmi, kvernig eigi að forgangsraða verkefnum og þarfram eftir götunum. Efvið œtlum okkur að sinna skógræktar- kugsjóninni afalvöru og heilindum komumsl við ekki hjá þvíað útleggja hana og verja andspænis öðrum kugsjónum sem samræmast henni illa oða alls ekki. Og jafnframt er óum- flýjanlegt að láta hin mismunandi sjónarmið til skógræktar takast á." Því er við greiningu Páls að bæta, að af tilfinningalegum, fagur- fræðilegum, sögulegum eða nnenningarlegum ástæðum hrýs ftiörgum íslendingi hugurvið ..amerfkaníseringu" íslenskrar nienningar.siátd 105 Af sömu eða skyldum ástæðum vilja sumir einnig fyrirbyggja „Alaska- væðingu" íslenskra skóglenda eða íslensks lífríkis yfirleitt. Þrátt fyrir að búsetan hafi eytt skógi, gróðri og jarðvegi á stærstum hluta landsins hafa margir þá sýn á ísland að hér sé að finna hreint, ósnortið og óspillt land sem verði að „vernda gegn erlendum áhrifum", með líkum hætti og íslenska tungu. Þegar meta á. hvort lífríki, fegurð eða ásýnd íslands muni breytast til hins betra eða verra með tilkomu framandi trjátegunda, hljóta (sbr. bað sem fram hefur komið hér á undan) tilfinningalegu, fagur- fræðilegu og sögulegu rökin að vega þyngra en hin vistfræðilegu. Ákvarðanir um opnun eða lokun landamæra gagnvart framandi tegundum og framandi menn- 'ngu verða seint teknar á grund- velli vfsindalegra raka, enda kalla bess háttar ákvarðanir fremur eftir siðferðilegu gildismati en vistfræðilegri þekkingu. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005 Notkun innfluttra plöntutegunda í landgræðslu og skógrækt veldur úlfúð, og klýfur upp í andstæðar fylkingar þann stóra hóp fólks sem lætur sér annt um lífríki landsins og umhverfi. Gagn- kvæmt vantraust og spenna hefur myndast á undanförnum árum milli skógræktarfólks annars vegar og náttúruverndarsinna hins vegar, og þessar hugmynda- fræðilegu andstæður snúast fyrst og fremst um afstöðuna til inn- fluttra tegunda. Báða flokkana skipar hugsjónafólk sem vill verja landið og jörðina gegn frekari hnignun lífríkis. Það sem skilur sundur með hópunum er í grunninn afstaða til kosta og ókosta hnattvæðingar. Fyrri hópurinn vill opna landamærin fyrir innflutningi trjátegunda en sfðari hópurinn vill að hér fái einungis „íslenskartegundir" landvistarleyfi. í þessu má skynja ýmsar áhugaverðar hliðstæður við pólitískar deilur hérlendis og á öðrum velmegandi Vesturlönd- um um afstöðuna til innflutnings fólks af öðru þjóðerni.80’90 Fleiri stjórnmálalegar hliðstæður má greina f deilum um skógrækt og innfluttar trjátegundir undan- farinna missera og afstöðu manna til frjálsra milliríkjavið- skipta á sfðustu öld. Fram eftir 20. öldinni var einróma, þver- pólitískur stuðningur hér á landi og víðar um heiminn við hafta- búskap og verndun innlendra atvinnuvega gagnvart erlendri samkeppni. í skjóli þessarar stefnu urðu til atvinnugreinar sem ekki gátu keppt á heimsmarkaði og fengu aðeins þrifist í skjóli verndarmúra. Talið er að þessi stefna hafi mjög dregið úr vexti hagkerfis þjóð- ríkjanna þegar til lengdar lét. w Spyrja má í þessu samhengi hvort verndarmúrar og höft gagnvart innfluttum trjátegund- um gætu ekki leitt til hliðstæðra langtímaáhrifa á vistkerfi íslands og haftabúskapurinn leiddi yfir hagkerfið um miðbik 20. aldar, þ.e. stöðnun, fátækt og óarð- bærni. Lendi fslenskt samfélag í öngstræti nýrrar, „grasafræði- legrar" þjóðrembu er eftirfarandi spurning áleitin: Er réttlætanlegt að loka landinu fyrir nýjum tegundum sem styrkt gætu íslensk gróðurlendi, gert landið byggilegra og betur f stakk búið að standast ytri áföll, og jafn- framt gert landnýtingu hér á landi sjálfbærari? Svar mitt er: Ekki frekar en að réttlæta megi einangrun landsins gagnvart erlendum menningaráhrifum, erlendu fjármagni eða búferla- flutningum fólks af erlendum uppruna, sem allt gæti styrkt stoðir samfélags, menningar og hagkerfis með nýjum hæfileikum og aukinni fjölbreytni. Þetta kallar á svar við skyldri spurn- ingu: Ef friðsamleg sambúð fólks í fjölmenningarsamfélagi er álitið gott og æskilegt markmið meðal manna, hvaða rök hníga að þvf að sama gildi ekki um sambúð innfluttra trjátegunda og inn- lends gróðurs? Þakkarorð jóhanni Pálssyni, Sigvalda Ásgeirssyni, Þresti Eysteinssyni og Sveini Runólfssyni vil ég þakka fyrir vandaðan yfirlestur og frjóar umræður um þau málefni sem hér hafa verið reifuð. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.