Skógræktarritið - 15.10.2005, Blaðsíða 92
Petta líkan sýnir landslag í kringum Western Brook Pond og se'st vel hversu lítið
landsvœði skilur í raun vatnið frá s'\ónum. Mynd: I.G.P.
Fjöllin í kringum Western Brook Pond liggja víðast hvar bratt að og rísa oft skarpt upp.
Báturinn til vinstri á myndinni getur tekið um 70 manns og gefurstœrð hans til kynna
hversu stórbrotið landslagið þarna er. Mynd: R.F.
Sigling á Western Brook
Pond
Tjörn (pond) er kannski ekki
það fyrsta sem kemur í huga
þegar litið er yfir Western
Brook Pond, en stöðuvatnið er
um 16 km langt og allt að 165
m djúpt. Dældin sem vatnið
liggur í var upprunalega sorfin
af ám og jöklum á fjölda
jökulskeiða, en á seinustu
fsöld var lægðin orðin að
djúpum firði. Eftir að fsöld
lauk leiddi sambland jökul-
garða og landris til þess að
fjörðurinn stíflaðist og varð að
því ferskvatnsstöðuvatni sem
Western Brook Pond er f dag,
en vatnið kemur úr fjöllunum í
kring. Sigling á vatninu byrjar
með göngutúr, en um 3 km
þægilegur stfgur liggur frá
bílastæði að bryggjunni sem
lagt er frá. Sigling um vatnið
tekur um tvo og hálfan tíma og
býður upp á stórkostlegt
útsýni, en fjöllin sem iiggja að
vatninu eru alit upp undir 700
m há og mynda vfða nær
þverhnfpt björg. Vatn fellur
víða niður eftir hömrunum í
háum og fallegum fossum og á
nokkrum stöðum má sjá U-
laga hangandi dali, sem eru
bæli eftir jökla er eitt sinn lágu
að aðaljöklinum sem myndaði
dældina sem Western Brook
Pond liggur í.
skoðunar á sjófuglum, en sigl-
ingar eru stundaðar bæði f vog-
um við ströndina og á nokkrum
vötnum innan þjóðgarðsins,
bæði á bátum og húðkeipum
(kayak). Meðal annars eru í boði
skipulagðar ferðir á tveimur
vötnum, Trout River Pond og
Western Brook Pond.
LOKAORÐ
Nýfundnaland er að mörgu leyti
líkt fslandi. Bæði löndin eru
eyjur, af nánast sömu stærð.
íbúafjöldi er ekki ósvipaður þótt
Nýfundlendingar séu heldur fleiri
en við. Uppruni íbúanna er, eins
og hjá okkur, nokkuð einsleitur,
þótt þeir hafi blandað keltneska
blóðið hjá sér með Englend-
ingum og Frökkum, frekar en
Norðmönnum eins og við. íbúa-
dreifingin er líka merkilega lík,
með mannmargt höfuðborgar-
svæði og tiltölulega fámennar
byggðir dreifðar meðfram strönd-
inni. Efnahagur Nýfundnalands
byggist lfka, eins og okkar, mikið
á náttúruauðlindum og þá
sérstaklega fiskveiðum og er þar
90
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005