Skógræktarritið - 15.10.2005, Blaðsíða 69
er gefið flatarmál þessara land-
gerða innan fyrrnefndra hita-
marka. Augljóslega getur birki
ekki vaxið á öilu landi innan
þessara hitamarka. Birki getur
t.d. ekki vaxið í blautum flóum
eða á berum klöppum. Þótt birki
vaxi ekki f flóum getur það vaxið f
tiltölulega þurru mýrlendi. Sama
á við margar af þessum land-
gerðum að birki getur vaxið á
hluta landsins. f töflu 2 er giskað
á hve hátt hlutfall lands í hverri
landgerð gæti borið samfellt
birki. Haft var í huga að það
teldist samfellt birki ef a.m.k.
30% lands gætu hulist
trjákrónum.
Út frá töflu 1 og 2 er líklegast
að birki gæti þakið 2.587.000 ha
(25,1%) landsins. Lágt mat er
1.506.000 ha (14,6%) og hátt mat
3.239.000 ha (31,3%). Ýmsir
höfundar hafa metið útbreiðslu
birkisins við landnám (tafla 3).
Oft er litið svo á að möguleg
útbreiðsla birkisins miðað við
náttúruleg skilyrði og útbreiðsla
þess við landnám sé eitt og hið
sama. Það er að vfsu of mikil
einföldun. Engu að sfður er
gagnlegt að bera saman fyrr-
nefnda niðurstöðu um mögulega
útbreiðslu birkis út frá núverandi
loftslagi og jarðvegi og mat á
útbreiðslu við landnám. Niður-
staða þessarar greinar er svipuð
og höfunda á seinni hluta 20.
aldar og líklegasta gildið nánast
hið sama og mat Ingva Þorsteins-
sonar frá 1972.
í vinnunni við íslandshluta
náttúrulegs gróðurkorts Evrópu
bárum við Eyþór og Guðmundur
7,6 og 9,2°C sumarhitakortin við
ýmsar heimildir sem okkur voru
tiltækar um fundarstaði birkis og
merki um birki frá fyrri tíð, svo
sem kolgrafir. í öllum tilvikum
voru efstu birkileifar innan 7,6°C
markanna. Vfða voru þau nærri
7,6°C mörkunum, svo sem í ná-
grenni Langjökuls. Lausleg
athugun benti til að 7,6°C mörkin
aðgreindu meginskil í lífríki
landsins, þ.e. mörkin milli lífríkis
tempraða og kuldabeltisins.
Töluverður hluti núverandi
birkiskóglendis (mynd 4) og
menja um skóga frá fyrri tíð voru
utan 9,2°C markanna. Þótt þessi
mörk séu dregin við jaðar 2,5 m
birkis í Noregi þá aðgreindi 9,2°C
lfna ekki kjarr og hávaxnari skóg á
íslandi. Meginhluti kjarrlendis
(lægra en 2 m hátt) var innan
þessara hitamarka. Norsk hita-
mörk birkiskóga höfðu þvf lítið
forspárgildi um útbreiðslu birkis
hér á landi eða hæð trjánna í
skógunum.
í Skandinavíu eru trjámörk
birkisins yfirleitt dregin við
tveggja metra hæð hæsta trjá-
stofns á rót og þau mörk afmarka
þar norðurjaðar tempraða belti-
sins.27 Til fjalla í Skandinavíu er
birkiskóglendið yfirleitt um 2-3
metra hátt á útbreiðslumörkum
sfnum (myndir bls. 60-61). Þar
fyrir ofan er sjaldan annað en
strjálar plöntur upp að ystu
mörkum. Birkikjarr er óvíða að
finna og þá helst við ströndina
móti opnu hafi.28 Þessi staðreynd
ásamt upplifun mannsins af
skóginum er grunnurinn að baki
tveggja metra trjá- og skógar-
markanna. í skóglendi lægri trjáa
en mannhæð sést yfir trjá-
krónurnar og landið virðist opið.
Hvelfist trén yfir höfuð finnst
þeim hinum sama hann vera í
skógi. Tveggja metra mörkin eru
einfaldlega mannhæð rúnnuð að
næsta heila metra. Framan af 20.
öld voru skógarmörk birkisins í
Skandinavíu oft miðuð við
mannhæð. Sem dæmi má nefna
rannsóknir Holmgrens á endur-
nýjun birkiskóganna í Norður-
Skandinavfu.29
Á íslandi hefur birkivaxið land
verið kallað skógur óháð hæð
birkisins. Hæð náttúrulegs
birkiskógar fer eftir 1) aldri
skógarins, 2) vaxtarhraða, 3)
Mynd 7. Breytingar á útbreiðslumörkum birkis á íslandi frá ísaldarlokum. Ljósgráa svæðið
sýnir It'klegar breytingar á skógarmörkum miðað við að birkið nemi ný lönd með frœsáningu
en endurnýist með teinungi. Dökkgráa svæðið sýnir skógarmörkin miðað við að birkið nemi
ný lönd og endurnýist með fræsáningu. Forsendum er lýst nánar í texta.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
67