Skógræktarritið - 15.10.2005, Blaðsíða 37

Skógræktarritið - 15.10.2005, Blaðsíða 37
skóg og áhrifin eru óafturkrœf'.74 Viðhorf þessara þriggja höfunda eru ótvíræð: að verndun „hreins, ósnortins íslensks lífríkis" fari ekki saman við ræktun innfluttra trjátegunda. í raun eru hér á ferðinni „hreinleikasjónarmið" fremur en sjónarmið náttúru- eða umhverfisverndar. Meðal helstu röksemda alþjóð- legra náttúruverndarsamtaka fyrir því að sporna gegn notkun inn- fluttra trjátegunda f skógrækt er sú hætta sem talin er vera á að slíkar tegundir gerist „ágengar" eða „yfirgangssamar" (e. invasive) og að þær muni fyrr eða síðar taka að eyða eða útrýma inn- lendum tegundum. Því er haldið fram að dreifing framandi plantna milli landa og heimsáifa hafi stuðlað að, eða muni hafa í för með sér, aukna einsleitni lífrfkja, með því að „innrásarherir ágengra plöntutegunda" ráðist inn í náttúrleg vistkerfi, eyði innlendum tegundum, rýri þar með líffræðilega fjölbreytni og valdi auk þess manninum efnahagslegu tjóni. Því hefur oft verið haldið fram (fyrst af Wilson 12°) að ágengar, framandi lífverur séu „næst-stærsta ógnin" við líffræðilega fjölbreytni,<s|átd 11,1 án þess að fyrir því hafi verið færð nánari rökeða gögn.14 Hugmyndir um að takmarka dreifingu framandi lffvera hafa engu að sfður fundið hljómgrunn f alþjóðlegum tilskipunum, samningum og samþykktum,47 48, 113 sem og í löggjöf og reglugerð- um einstakra landa, þ.á m. íslands." Simberioff og Van Holle" hafa hvatt til þess að varúðarreglu verði beitt ef grunur leikur á um að innflutningur og slepping lffveru leiði til óæskilegra áhrifa á umhverfið. Patten og Ericksson76 taka í sama streng og mæla með því að í hverju landi fari fram skráning alira framandi tegunda og að þær verði meðhöndlaðar sem líklegir skaðvaldar uns „sakleysi" þeirra hafi verið sannað. Dulin forsenda slíkra kenninga um skaðsemi þess að lífverur gerist „nýbúar í vist- kerfum" eru hugmyndir sem eru jafngamlar fræðasviðinu vist- fræði: að framandi innrásarlff- verur „raski stöðugleika" náttúr- legra lfffélaga; að „innrásir" lífvera séu ávallt skaðlegar af því að þær „raski jafnvægi", og því eigi að hemja flutning lífvera milli staða, þvf hann sé órétt- lætanlegur, skaðlegur, óaftur- kræfur og ónáttúrlegur.13-108 En hverjar eru hinar „vísindalegu" forsendur fyrir tortryggni og and- úð gagnvart framandi trjátegund- um í okkar skógrækt? Hvaða eðlismunur er á hegðun „fram- andi" og „innlendrar" trjáteg- undar? Eru ásakanir um yfir- vofandi ógn og bölvun af völdum útlendra, ágengra boðflenna raunverulegar og réttmætar? Þegar farið er ofan í saumana á birtum rannsóknum um um- hverfisáhrif framandi plöntu- tegunda verða rökin fyrir því, að gjalda varhug við öllum framandi tegundum, langt frá því að vera sannfærandi. Eru gefnar forsendur réttar? Þau gögn sem liggja fyrir um vistfræðileg áhrif framandi „innrásarplantna" eru um margt ófullkomin og mótsagnakennd.10, 40'93 108 Niðurstaða þessara höfunda, sem byggist á ítarlegri könnun heimilda, er sú að ekki liggi fyrir sannreyndur vitnis- burður, fenginn með viðurkennd- um, hlutlægum aðferðum vísinda, um að nokkurri lífveru hafi nokkurs staðar verið útrýmt vegna innflutnings og innrásar framandi plöntutegundar. Engu að síður hafa fjölmargar greinar birst í vísindaritum á umliðnum árum þar sem lýst er eða fjallað er um meintan skaða af völdum einstakra tegunda trjáa og annarra plantna. En þær frásagnir eru, að mati fyrrgreindra höfunda, í flestum tilvikum at- vikssögulegar og byggðar á get- gátum, fremur en viðurkenndri vísindalegri aðferðafræði (skipu- legri greiningu og athugunum). Þær vönduðu rannsóknir sem kynntar hafa verið á vistfræði- legum áhrifum margra þeirra „ágengustu" og illræmdustu plöntutegunda sem helstur styr hefur staðið um í Bandaríkjunum (t.d. Lythrum salicaria, Tamarix spp., Eucalyptus spp., Pueraria lobata) benda til að neikvæðar afleið- ingar þessara tegunda á inn- lendar tegundir í lífrfkinu hafi verið mjög orðum auknar.1108 bls 37'46 ogtíi.itnanirþan Margar ásakanir um meinta skaðsemi þeirra hafa ekki reynst á rökum reistar, þegar málin hafa verið könnuð ofan í kjölinn. í öðrum tilvikum hafa ítarlegri athuganir leitt í ljós að innfluttu plönturnar eru gagn- legar innlendum tegundum "f Lögum um náttúruvemd (nr.44/1999) voru tekin ákvæði um innflutning, ræktun og dreifingu lífvera (41.gr.). Reglugerð um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda nr. 583/2000, sem á sér stoð í þeim lögum, hefur það að markmiði.að koma í veg fyrir að útlendar plöntutegundir valdi óæskilegum breytingum á líffræðilegri fjölbreytni í íslenskum vistkerfum". Þar er m.a. að finna eftirfarandi ákvæði: „Öll ræktun útlendra tegunda hér á landi er óheimil á friðlýstum svæðum, á landslagsgerðum er njóta sérstakrar verndar og alls staðar ofan 500 metra hæðar yfir sjó." SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.