Skógræktarritið - 15.10.2005, Side 67

Skógræktarritið - 15.10.2005, Side 67
°C (mælt á 10 cm dýpi í jarðvegi) og hann var óháður lengd vaxtar- tímans. Meðalhiti vaxtartímans er því besti mælikvarðinn á legu skógarmarka og er þvf fylgt í þessari grein. Hins vegar er niðurstaðan nánast hin sama hér á landi og víðast á norðurslóðum hvort heldur skógarmörkin eru miðuð við meðalhita á vaxtar- tímanum (þriggja mánaða meðalhita) eða hitasummu. Eins og fram kemur síðar í þessari grein eru hitasummu- eða meðalhitamörk birkisins í Skand- inavíu ekki góður mælikvarði á hitamörk birkisins hér á landi. Sumarhiti við skógarmörk í Fnjóskadal og aðlægum dölum Flateyjardalur, Dalsmynni, Ljósavatnsskarð, Fnjóskadalur, Timburvalladalur, Hjaltadalur og Bleiksmýrardalur mynda einn megindal sem skerst frá sjó og langt inn í miðhálendið. f þessu dalakerfi eru birkiskóglendi frá sjó á Flateyjardal og ná lengst frá hafi um 74 km til suðurs á Timburvalladal. Samkvæmt skrá yfir birkiskóga teljast vera 20 skóglendi á þessari leið.23 Efri niörk skóglendisins í þessu dalakerfi virðist víðast hvar fylgja náttúrulegum mörkum. Svæðið er því ákjósanlegt til að meta hitamörk birkisins. Margir þættir ákvarða skógar- ntörk en sumarhiti setur efstu skógarmörk. Efstu mörk sam- fellds birkis voru fundin í fyrr- nefndum 20 birkiskóglendum og ákvörðuð hæð þess staðar og fjarlægð frá sjó. Ef fleiri en ein skógartota virtist ná í sömu hæð yfir sjó réð slembiúrtak því hver þeirra var fulitrúi skógarins. Þannig voru aðeins ein efstu skógarmörk í hverjum skógi. Efstu mörk birkisins ná í 250 m hæð yfir sjó á Flateyjardal (mynd 1) og breytast lítið með fjarlægð frá hafi fyrstu 40 km inn til landsins. Þannig virðast birkimörkin ná álíka hátt yfir sjó á Flateyjardal, Flateyjardalsheiði, Dalsmynni, Ljósavatnsskarði og norðanverðum Fnjóskadal milli Dalsmynnis og Ljósavatnsskarðs. Sunnan við prestsetrið Háls hækka birkimörkin hratt eða að meðaltali um 6,8 m á hvern km til suðurs og ná f um 500 m hæð yfir sjó f dölunum suður úr Fnjóskadal. Lofthiti lækkar með hæð yfir sjó. í júlímánuði er hitafallið yfir Keflavíkurflugvelli að meðaltali um 0,72°C á 100 m í neðstu 500 m lofthjúpsins.24 Meðaltal hita- falls þriggja hlýjustu sumar- mánaða (júní, júlí, ágúst) er 0,74°C á 100 m. Þetta hitafall má nota til að reikna sumarhita við skógarmörk út frá áætluðum hita við sjávarmál. í Fnjóskadal er veðurstöð á Vöglum og út frá henni má reikna hita við efstu mörk birkísins f Vaglaskógi. Á Norðurlandi hækkar meðalhiti júlímánaðar að meðaltali um 0,025°C á hvern kílómetra frá hafi.25 Þessi hita- stigull var notaður til að reikna sumarhita (meðalhiti júnf, júlí og ágúst) við efstu skógarmörk í Fnjóskadal og aðliggjandi dölum. Það var gert þannig að meðalhiti þriggja sumarmánaða fyrir tíma- bilið 1931-1960 á Vöglum var reiknaður að sjávarmáli með fyrrnefndu hitafalli frá Keflavfkur- flugvelli. Hitastigullinn með fjarlægð frá hafi var notaður til að finna hita miðað við sjávarmál undir efstu skógarmörkum skóglendanna 20. Sumarhiti við skógarmörkin var sfðan reiknaður út frá hæð skógarmarkanna yfir sjó og hitafallinu í andrúmslofti (0,74°C á 100 m). Hitagildin við efstu skógarmörk eru sýnd á mynd 2. Meðalhitinn við efstu mörk þessara 20 skóglenda var 8,0 ± 0,51°C og var óháður fjarlægð frá hafi. Átta lægstu sumarhitagildin voru valin sem jaðarmörk birk- isins með tilliti til sumarhita. Meðaltal þeirra var 7,6 ± 0,19°C Mynd 4. Möguleg útbreiðsla birkis d íslandi miðað við sumarhita. Ljósgrœnt svœði sýnir land milli 9,2 og 7,6°C sumarhita. Millidökkt svœði er innan 9,2°C sumarhilamarka og dökkgrœn svæði eru núverandi birki skv. stafrænu korti aföllum na'ttúrulegum birkiskógum landsins. Gra' svæði eru ofan birkimarka (7,6t>C sumarhita). Kortið teiknaði Karolína R. Guðjónsdóttir út frá sumarhitakorti Hans H. Hansen. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.