Skák


Skák - 06.03.2012, Side 6

Skák - 06.03.2012, Side 6
Flugdrekanum fylgt úr hlaði Fyrir ofan Caltabellotta á suðvestur- strönd Sikileyjar býr drekinn ógurlegi. Hann heldur til í Svörtu loftum - tindóttum klettum sem gnæfa yfir húsþökunum. Hann er grimmur mjög og dauðhræddir þorpsbúarnir þora ekki annað en hlýða þegar hann krefst fórnar við sólarupprás sérhvers dags. En þegar sólin skín hæst á klappir og kletta, gerast undur nokkur í Svörtu loftum. Drekinn lyftir sér til flugs. Þessi þunglamalega skepna leikur á náttúrulög- málin, breióir út vængina og flýgur. Fyrst lágt, með nokkrum bægslagangi en svo hnitar hún hringi upp á við uns hún er fýrir allra augum. Svífur áreynslulaust um forsali himnanna. Það var í upphafi síðastliðins sumars að Arnar okkar Þorsteinsson fékk þá flugu í höfuðið að Mátar skyldu bjóðast til þess að gefa út Tímaritið Skák. Hann ætti sér þann draum að Mátar tækju upp trosnaðan þráð og héldu á lofti því merki sem Jóhann Þórir hélt hæst með prýði og áræði um árabil. Að við drægjum þann dreka aftur á loft sem legið hefði óbættur hjá garði of lengi. Við hefðum ágætum mannskap á að skipa til slíks verks, hélt Arnar áfram. í okkar röðum væru þokkalega skrifandi menn, tveir prófarkalesarar að ógleymdum forleggjara. Með slíkum mannskap ætti útgáfa ársrits um skák að vera hægðar- leikur. Við félagarnir aörir tókum þessu misvel - og á milli þess sem eftirlætis byrjun Arnars, Drekinn ógurlegi, kom upp á reitunum svarthvítu og spjó eldi og eimyrju í takt við íslensk náttúruöfl, kom hann niður í hreiður Mátanna og mataði okkur á hugmyndinni. Smátt og smátt sáum við ljósið og eygóuni með auga arnarins gullið tækifæri fyrir litla félagió okkar. Við gætum slegió tvær flugur í einu höggi - gert svolítió gagn og eins aukió vió sjóð félagsins. Ekki var vanþörf á hinu síóarnefnda, því ef við ætluðum okkur möguleika í efstu deild var ljóst að vió þyrftum að spýta í lófana og safna liði. Við hittumst vestur í bæ, í híbýlum Tómasar Hermannssonar, og lögðum drög að útgáfunni. Eitthvað dróst hann á langinn fundurinn og flöskulíkunum fjölgaói jafnframt í borókróknum á Hávallagötunni. Áætlun var engu að síður smíðuð og sýnin furðu skýr og sam- eiginleg í anda sannra Máta. Pálma var falið það hlutverk að kynna hugmyndina fyrir Skáksambandi íslands. Forsetanum Gunnari og hans til vara Halldóri Grétari, leist strax vel á hug- myndina. Og stjórninni allri í raun. Hún tók upplegginu fagnandi og hefur frá fyrsta degi stutt okkur og hvatt til dáða. Stjórnin vildi þó hafa vaðið fýrir neðan sig og athuga með undirtektir áður en í slíkt stórvirki yrði ráðist. Það þurfti að fóðra drekann áður hann flygi. Þar sem vænlegast þótti að selja blaðið í áskrift lét stjórnin útbúa skoðanakönnun á netinu. Tímabil Upprunalegt veffang Aðgengilegt í dag Umsjónarmaður 1995-1998 vks.is/skak Skák á íslandi http://web.archive.Org/web/19990218182643/http://www.vks.is/skak/ Daði Örn Jónsson 1998-2001 simnet.is/hellir Heimasíða Hellis http://web.archive.Org/web/19990508004836/http://www.simnet.is/hellir/ Gunnar Björnsson 2001-2005 skak.is vistað á Strik.is Ekki aðgengilegt. Gunnar Björnsson 2005-2007 skak.is vistað á ruv.is og leit.is skak.is Gunnar Björnsson 2007- skak.is mbl.is síðan 2007. skak.is Gunnar Björnsson Tafla 1, sögulegt yfirlit yfir meginvefsíður um skák á íslensku

x

Skák

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.