Skák


Skák - 06.03.2012, Blaðsíða 7

Skák - 06.03.2012, Blaðsíða 7
Þar gátu áhugasamir um útgáfuna skráð sig til bindandi áskriftar að blaðinu. Þessi skoðanakönnun hefur verið sýnileg á skáksíðunni annað veifið síóan í sumar. Undir sumarlok var ljóst að fjöldi áskrifta væri orðinn nægur. Gunnar Björnsson gaf grænt ljós og við hófumst handa. Þegar samkomulag var handsalað orti Halldór Blöndal: Fyrir þá sem tefla tafl tímarit sem er gagn að hefur vantað en hér er afl helvíti er það magnað. Forsaga málsins er náttúrlega sú, að á aðalfundi SÍ, 25. maí sl., bar Bragi Halldórsson upp þá tillögu að Skáksam- bandið hefði forgöngu um endurreisn Tímaritsins Skákar. Bragi sagði að eldri skákmönnum sviði sárt að vita til þess að kaflar úr skáksögunni hyrfu eitthvað út í eterinn - út í bláinn bókstaflega. Það væri erfitt að leita að ákveðnum viðburðum á vefnum og tímaröóun og samhengi héldist þar ekki. Svo lyti umfj'öllun á vefnum öðrum lögmálum en hið prentaða orð. Á vefnum þarf allt að gerast hratt, svona eins og hjá fréttaveitu, meðan tími gæfist frekar til yfirlegu og vandaðrar umfjöllunar á prenti. Fyrir utan þá staðreynd að gögn á netinu þarf að meðhöndla á sérstakan hátt. Þegar tímar líða safnast upp mikið efni sem þarf að afrita og geyma í skjalasöfnum á netinu. Það er ekki gefið að vefur sem til er í dag verði lífs á morgun. Það verður raunar að segjast að netum- fjöllun um skák á íslandi er óvenju mikil. Veffangið „skak.is" er opinber fréttasíða SÍ. Þar hefur forsetinn sjálfur lagt drýgsta hönd á plóg og hefur lengst af séð um síðuna. Fyrstu íslensku skáksíóunni hélt þó Daði Örn Jónsson úti. Hann sá um prýðilega síðu, Skák á Islandi, frá 1995- 1998 sem var hýst undir léninu vks.is/ skak. Hann telst því frumkvöðull á þessu sviði. Frá 1998-2001 var heimasíða Hellis í raun aðalvettvangur um skák á Islandi á vefnum. Frá 2000 hefur svo SÍ haldið úti vefnum skak.is. Annars er vísað í með- fylgjandi töflu. En þegar skipt er um vefi, eða mannabreytingar verða, þá tapast þekking og hlutir riðlast. Dæmi eru um að stórir kaflar séu ekki lengur aðgengilegir en það var einmitt það sem gerðist þegar skáksíðan gamla var færð af strik.is. Efnið er þó enn til, í gömlum gagnagrunnum, en krefst töluverðrar vinnu ef gera á það aftur tiltækt þannig að hægt sé að leita í því. Hér er um nokkuð langt tímabil að ræða, eða frá 2001 til 2005. Spennandi tímabil, m.a. Hróks-árin. Á þessu tímabili kom ekkert tímarit út um skák á íslandi, svo þar er skarð fyrir skildi. Utgáfa ársrits eins og þessa er viðleitni til að auka við flóru skákumfjöllunar og fýlla upp í það gap sem gín við þegar prentað efni um skák á fslandi er tekið til skoðunar. Þó ber í þessu tilliti að nefna umfjöllun dagblaðanna. Sérstaklega hefur Morgunblaðið staðið sig vel og birtir reglulega greinar og viðtöl um skák. Helgi Ólafsson er þar með vikulega pistla, að ógleymdri daglegri skákþraut í umsjón HelgaÁss Grétarssonar. Hrafnjökulsson skrifar einnig skemmtilega skákpistla í Viðskiptablaöið. Meó tilkomu nýrrar tækni verður útgáfa slíks efnis á netinu auðveldari og aðgengi að því enn betra. Telja má líklegt að spjaldtölvur auki mjög eftirspurn eftir rafbókum og tímaritum af ýmsum gerðum. Þá verður rúm fyrir meira en fréttavefi um skák á netinu. Þetta er tækni sem mun ryója sér til rúms á næstu árum. Hver veit nema Tímaritið Skák verði selt á netinu sem veftímarit eftir fáein ár. Engu að síður vantar tímarit um skák. Eintak með rúmtaki og lykt. Prentsvertu og glanspappír. Blaðsíður með texta og myndum. Blað sem hægt er að fletta og taka með sér og eiga. Einnig þegar ekkert er rafmagn og rafhlöður tæmdar. Tillaga Braga var samþykkt mótatkvæða- laust. Samkvæmt samningi skal ársrit þetta fyrst og fremst fjalla um íslenska skákvióburði og íslenska skákmenn. Þaö skal vera yfir- litsrit og spanna tímabilið frá rnars 2011 til mars 2012. Krónólógískt hefst blaðið með umfjöllun um Reykjavíkurmótið 2011 og lýkur í mars 2012 með seinni hluta Islandsmóts taflfélaga á Selfossi. Afreks- og landsliðshorn á aö vera að finna í blaðinu, kvennaskák og unglinga- starfi eru gerð skil. Auk þess leituðum við fanga á óhefðbundnum vettvangi. Hér má benda á áhugaverða grein Jóns Þorvalds- sonar um vísdóm reynslunnar, Undra- veröld Miklameirs og stórskemmtilega grein Braga Kristjónssonar um Bobby Fischer. Blaðið sem þú hefur í höndunum er afrakstur töluverðrar vinnu. Með full- tingi ykkar og stuðningi höfum við reynt að draga upp mynd af skáklífi á íslandi síðasta árið. Það voru margir sem lögðu hönd á plóg og komu að verkinu beint og óbeint. Fyrst skal nefna pistlahöfundana okkar. Flestir voru boðnir og búnir að leggja okkur lið en Mátar þurftu að beita sér svolítið síðustu vikurnar til að sækja efnið í hús. Það tókst þó að lokum. Fyrir það ber að þakka. Skák hefur meðbyr á Fróni í dag og þess sér víða stað. Skáksambandið, Skákakademían og Skákskólinn reka öflugt starf - vel er haldið utan um lands- liðsmál, karla og kvenna, og öðlingar og eldri borgarar hafa líklega aldrei verið eins virkir og nú um stundir. Verk- efnið Skák alls staðar virðist vera aö ná markmiði sínu. Það er teflt í skólum, opinberum byggingum og heitum pottum - og svo eigum við okkur dag í almanakinu - Skákdaginn! Við Mátar höfum notið góðs af þeim hlýja vindi sem leikur um íslenskt skáklíf. Það hefur verið skemmtilegt og gefandi að bjástra við þennan dreka - reyna að koma honum í loftið. í upphafi var hann þungur og erfiður viófangs og léði erindi okkar ekki máls. En hægt og sígandi tók hann sönsum meðan bætti í hnúkaþeyinn. Og nú, hálfu ári eftir að við tókum að okkur verkefnið, er hann kominn í loffið blessaður - flugdrekinn ógurlegi - og svífur ósköp sakleysislega yfir hausamótunum á okkur. Um leið og við óskum íslenskum skák- áhugamönnum og skákunnendum til hamingju með ritið leggjum við drekann okkar og draum í þínar hendur. Góða skemmtun! Flýgur yfir höfði hátt í hlýjum sunnanvindi. Fjarskalega drekinn dátt sér dillar létt af yndi. P.h. Máta PálmiRagnar Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.