Skák - 06.03.2012, Síða 9
Noregi, og Christin Andersen, Svíþjóð.
Mótið var haldið í minningu Inga R.
Jóhannssonar. Voru af því tilefni veitt sér-
stök verðlaun fyrir þann skákmann sem
best stóð sig í samanburði við skákstig.
Áðurnefndur Oliver krækti í þau verðlaun
sem dóttir Inga, Sigríður Ingibjörg, veitti.
Að mótslokum
Skal nú gripið niður í skrif Gunnars
Björnssonar, forseta Skáksambandsins:
„Skákstaðurinn í Ráðhúsinu er virkilega
góður og erlendu gestirnir mjög ánægðir
með hann. Auðvitað fylgja honum vissir
ókostir enda um að ræða opinberan stað
og vinnustað aó auki. En að flestu leyti
er þessi skákstaður til mikillar fyrir-
myndar og t.d. hælir Ivan Sokolov honum
mikið. Ef hins vegar fjölgar enn gæti
Ráðhúsið lent á endastöð. E.t.v. mætti
koma allt að 200 keppendum þarna fyrir
meó því t.d. að loka öórum innganginum
í salnum en lengra verður ekki gengið.
Harpan gæti auðvitað verið kostur.“
Orð eru til alls fyrst ©
Hvítt: Guðmundur Kjartansson (2327)
Svart: Björn Þorfinnsson (2419)
Þessi skák var tefld í 3- umferó Reykjavík
Open 2011. Undirritaður átti gloppótt
mót en eftirfarandi skák yljaði mér um
hjartaræturnar enda gegn sterkum and-
stæðingi. Rauði þráður skákarinnar er
sá að hvítur fer á peðaveiðar snemma
tafls og rígheldur svo í peðið út skákina
sem kemur illa niður á liðskipan hans.
Nokkur tækifæri gefast til að gefa peðið
til baka og blíðka goðin en Guðmundur
grípur þau ekki og því fór sem fór.
I.e4 e5 2.Rf3 Rc6 3-Bb5 f5 Jaenisch-
gambíturinn er uppáhaldsafbrigði
stórvinar míns, Rúnars Berg, og kann
ég honum bestu þakkir fyrir að skóla
mig til í þessu „djöflasystemi“. Við
fyrstu sýn lítur út fyrir að um fífldirfsku
sé að ræða en gambíturinn byggist á
traustum grunni og er orðinn algengt
vopn hjá sterkustu skákmönnum heims.
HSORKAHF
Helsti talsmaður afbrigðisins er Aserinn
Radjabov en einnig vakti talsverða athygli
þegar Ivanchuk sigraði Anand nýlega
með því að beita bragðinu.
4.d3 Algengasti svarleikurinn og sá
traustasti. 4. - Rc3 er annar góður mögu-
leiki.
4.. .fxe4 5.dxe4 Rf6 6.De2 Sjaldgæfur
leikur. Aðalafbrigóið er 6.0-0 Bc5 7.Dd3
d6 8.Dc4 og staðan er í góðu lagi hjá
báóum!
6.. .Bc5 7.Bxc6 bxc6
8.Rxe5 Guðmundur er fullgráðugur
og núna fær svartur skjóta liðskipan í
skiptum fyrir peðið.
8...De7 9-Rd3 Ba6 10.f3 0-0 ll.Be3
Bxe3 12.Dxe3 Hab8 Svarturheíúr
virkjað alla mennina sína.
13.Dc5 d6 l4.Da3?! 14.Dxc6 var
vænlegra. l4...Bxd3 15.cxd3 Hxb2
16.0—0 og staóan er afar tvísýn. Hvítur er
peði yfir en á eftir aó klára liðskipan og
svartur þarf því að halda vel á spöðunum
í næstu leikjum.
l4...Bxd3 15.cxd3? Eftir þennan leik er
hvítur í vondum málum. Nauðsynlegt var
að gefa b2-peóið. 15.Dxd3 Hxb2 l6.Rc3
Rh5 og svartur stendur eitthvað betur.
15...Rd5! I6.d4? Annar slæmur leikur
en staðan var orðin mjög eríið. Sennilega
hraus hvítum hugur við að hleypa
riddaranum inn á e3. l6.Rd2 Re3 17.Ke2
Rxg2 18.Hhgl Rf4+ og staóan er ekki
gæíúleg.
!6...Dg5! 17.0-0 Re3 18.HÍ2
Hxf3! 19-Rd2 og hvítur gafst upp án
þess að bíða eftir svari svarts.
I nœstsíðustu umferð lagði Hallgerður
Hollendinginn Spaan að velli í vel tefldri
skák.
Hvítt: Nathanael Spaan
Svart: Hallgerður Helga Þorsteins-
dóttir
1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rc3 e6 5.
g4 Bg6 6. Rge2 c5 7. Be3 Rc6 8. dxc5
h5!
Það er mikilvægt að brjóta upp peðasókn
hvíts á kóngsvæng.
9- Rd4 Dc7 10. f4 hxg4 11. Dd2 Rh6
12. 0-0-0 a6 13. Ra4 Rxd4 14. Bxd4
Rf5 15. Bg2
9