Skák - 06.03.2012, Qupperneq 21
Fimm efstu í Morgan Kane-mótinu; Tómas, Hrannar, Gunnar Freyr, Hrafn og Róbert.
samtímis og 36 manns tóku þátt. Það
þykir gott á mánudegi klukkan 13:00.
Skandinavíski leikurinn var skylda.
Markmið félagsins hefur ávallt verið aó
bjóða áhugafölki að koma og tefla sér
til ánægju og gaman er þegar fólk sern
æfði á unglingsaldri, en hefur bugsanlega
dottió út vegna veikinda, kernur aftur
að borðinu og tekur þátt í mótum. Þess
má geta að nokkrir gestir athvarfsins
nýta það með þeim hætti að koma og
taka nokkrar skákir nánast daglega.
Ekki skemmir það heldur fyrir þegar
þrautreyndir keppnismenn ganga til liðs
við félagið, enda eru allir jafnir þegar sest
er að borði og hvorki spurt um andlegan
né líkamlegan heilsufarsferil!
Velvilji forvígismanna Skáksambands Is-
lands og síðar Skákakademíu Reykjavíkur
í garð félagsins hefur hjálpaó mikió og
hvatt liðsmenn til dáða, enda munar
gríðarlega um að fá svo jákvæð viðbrögð
sem félagið hefur fengió í gegnum tíóina.
Má til sanns vegar færa aó skákvinir Vinjar
hafi heldur betur átt sterka innkomu
þegar lá fyrir að starfseminni yrði hætt
í Vin og safnað var liði - og fjármagni -
athvarfinu til bjargar.
Björn Sölvi Sigurjónsson, FIDE-meistari
og snillingur á svo margan hátt, sem
bar titilinn „jókerinn“ í lióinu, lést í
desember síðastliðnum. Þaó fékk mikið
á félagsmenn en hans var minnst með
glæsilegu minningarmóti á Skákdeginum
hinn 26. janúar, en þá hefði kappinn
orðið 63 ára. Björn kom einmitt sterkur
inn eftir mjög langt hlé þegar félagið var
stofnað.
Vinjargengið er þakklátt því skák-
áhugafólki, á öllum aldri, sern hefur
komið og tekið þátt í viðburðum í
athvarfinu undanfarin ár. Það er ljóst að
baráttan gegn fordómum í garð fólks
meó geðraskanir hefur unnið stóra sigra
með skákinni því foreldrar hika ekki við
aó skutla börnum sínum á mót í athvarfið
og sækja þau kannski þremur tímum
seinna að því loknu. Þetta hefði verið
óhugsandi fyrir nokkrum árum. Yngsti
meölimur Skákfélags Vinjar er hún Lea,
sem er tv'ítug. Elstur er hann Arni, sem
er áttatíu og sjö ára og gefur ekki tommu
eítir.
Skákáhugafólki er velkomið að koma við
á Hverfisgötunni á mánudögum og taka
nokkrar bröndóttar við félagsmenn. Og
ekki má gleyma Vinjar-mótunum, sem
óhætt er að rnæla með. Þau eru vinsæl
enda góður andi í húsinu!
Gens una sumus.
Björn Sölvi heitinn heilsar borgarstjóranum, Jóni Gnarr, á
jólamóti Vinjar 2010
21