Skák - 06.03.2012, Síða 26
Norðurlandamót
öldunga í Reykjavík
10.-18. september 2011
Bragi Halldórsson
/
Aundanförnum árum hefur
skákmótahald fyrir skákmenn,
sem komnir eru yíir miðjan aldur,
notið sívaxandi vinsælda víða í Evrópu.
Reglulega eru haldin slík mót í Þýska-
landi mánaðarlega víða um land og á
Norðurlöndum eru slík mót tíð enda
kjörinn vettvangur íyrir skákmenn af
eldri kynslóðinni sem ekki eru lengur
virkir í fremstu röð en vilja tefla sér til
ánægju og yndisauka. Haldin er heims-
meistarakeppni í flokki öldunga og þess
skemmst að minnast að Ingvar heitinn
Ásmundsson tefldi oft á slíkum mótum
eftir að hann fór á eftirlaun og var raunar
afar nærri því að sigra á einu slíku móti
og verða þar með stórmeistari í skák á
gamals aldri.
Gunnar Finnlaugsson, sem lengi hefur
búið í Svíþjóð, hefur lagt sitt af mörkum
til að hvetja íslenska skákmenn til
að taka þátt í sveitakeppni á Evrópu-
meistaramótum og haft erindi sem erfiði.
Hann átti mikinn þátt í því að SÍ ákvað
að bjóðast til að halda Norðurlandamót
öldunga hér á landi dagana 10.-18.
september og eggja um leið marga sterka
skákmenn á Norðurlöndum til að mæta
til leiks á íslandi. Þökk sé honum íyrir sitt
ötula frumkvæði og hvatningu.
Mótið var að þessu sinni fjölmennara
og betur skipað en nokkurn tíma fyrr.
Tveir íyrrverandi Norðurlandameistarar,
Norðmaðurinn Erling Kristiansen og
finnski stórmeistarinn Heikki Wester-
inen, voru mættir til leiks. Auk þeirra
má nefna finnska stórmeistarann Yrjo
Rantanen og Friðrik Ólafsson, sem ekki
hafði teflt opinberlega síðan árið 2001,
Danann J0rn Sloth, unglingameistara
Danmerkur 1962, fyrrverandi heims-
meistara í bréfskák 1975-1980 og marg-
reyndan landsliðsmann íyrr á árum, Bent
Sprensen, Danmerkurmeistara öldunga,
Svíann Nils Ake Malmdin, Norðmennina
Per Ofstad og Erling Kristiansen og
náttúrlega sterkt heimavarnarlið með
Gunnar Gunnarsson, íslandsmeistara
1966, Magnús Sólmundarson, Jón
Þ. Þór, Ólaf Kristjánsson, Jóhann Örn
Sigurjónsson og greinarhöfund í broddi
fylkingar en þeir létu allir talsvert að sér
kveða fyrr á árum auk margra annarra
ónefndra þekktra andlita úr íslensku
skáklífi.
A þessu móti var leikgleði, vinsemd og
virðing fyrir andstæðingnum við völd.
Baráttuandinn var þó samur sem forðum
tíð og teílt af fullri hörku. Afieikjum
og ósigrum tóku menn þó af meira
jafnaðargeði en þegar þeir
voru yngri, - enda hvað
munar svo sem um eitt tap
enn á löngum ferli?
Ánægjulegt var að sjá Friðrik
aftur að tafli en framan af
móti var ljóst að hann var
nokkuð ryðgaður eftir langt
hlé en þegar á leið rjátlaðist
stirðleikinn af honum og
hann fór að sýna gamla
takta. Búist var að vonum við
að baráttan um efsta sætið
stæði milli hans og finnsku
stórmeistaranna en ýmsir
aðrir gátu þó átt til að blanda
sér í þá baráttu. Svo fór að
hinn geðþekki fyrrverandi
menntaskólakennari, Jprn
Sloth sem kenndi stærðfræði
og rússnesku í menntaskóla í
Árósum og er 67 ára, stóð að
lokum uppi sem sigurvegari
þegar Ólafur Kristjánsson
gleymdi sér gegn honum og féll á tíma
í örlítið lakari stöðu sem hann hefði átt
að geta haldið. Við það skaust Daninn
hálfu stigi upp fyrir Rantanen, sem var
jafn honum að vinningum. Sigur Sloths
var þó ekki í höfn fyrr en Per Ofstad vann
skák gegn landa sínum Vidar Taksrud.
Sloth var þó vel að sigrinum kominn
því að hann tefldi af miklu öryggi og fór
taplaus í gegnum mótið.
Eg get ekki stillt mig um að víkja
nokkrum orðum að eigin frammistöðu.
í upphafi mótsins fór ég mikinn og var
einn efstur með fullt hús eftir þrjár
umferðir og með eístu mönnum lengi
framan af. Þá fóru fjölmiðlar að hafa
mikinn áhuga á mótinu í þeirri von
að mikil tíðindi væru í uppsiglingu og
REYKJAVIK ID.-I8. SEPTEMBER