Skák - 06.03.2012, Page 32
Skákæskan
Stefán Bergsson
/
Arió 2011 var mikið uppgangsár í
æskulýðsstarfi skáklireyfingarinnar.
Helst ber að nefna fjölgun
iókenda, en jafnframt voru haldnir margir
glæsilegir skákviðburðir fyrir börn og
unglinga. Hvort sem litið er til skákæfinga
taflfélaganna, námskeiða Skákskóla
Islands og Skákakademíu Reykjavíkur,
fjölda grunnskóla sem sinna skákkennslu
eða þátttöku í barna- og unglingamótum,
þá voru mun fleiri börn en áður sem
tefldu. Astæóurnar fyrir þessari fjölgun
eru eflaust nokkrar, en sá sem þetta ritar
telur tvær ástæöur skipta mestu máli.
Önnur er sú að fleiri og fleiri hafa áttað
sig á mannbætandi áhrifum skákiðkunar.
Þessu til stuðnings má nefna frábær
viðbrögð reykvískra skólastjórnenda
við erindi Skákakademíu Reykjavíkur
vorið 2011 þegar grunnskólunum var
boðið að skákkennsla hæfist samkvæmt
stundatöflu 3.-bekkinga um haustið. Þaó
gekk eftir og er nú kennd skák í um 30
skólum Reykjavíkur við góðar undirtektir
kennara, foreldra og stjórnenda. Þannig
nýtur skákin velvildar skólastjórnenda og
kennara sem hafa áttað sig á hversu vel
skákin getur reynst til að efla þroska og
námsfærni nemenda.
Hin ástæðan fýrir fjölgun iðkenda er sú
hversu margir koma aó æskulýðsstarfinu.
A árum áður voru yfirleitt fáir aðilar sem
héldu uppi unglingastarfi og skákkennslu
barna og ungmenna. Nú koma mun fleiri
nálægt starfinu; grunnskólakennarar,
skákkennarar taflfélaganna, foreldrar og
formenn, kennarar Skákskólans og fleiri
og fleiri. Færst hefur í aukana að einstaka
sterkir skákmenn taki yngri skákmenn í
einkatíma sem er mikið fagnaðarefni.
Allir eru að stefna að sama markmiðinu;
bera út fagnaðarerindið og auka jafn-
framt styrkleika okkar bestu yngri
skákmanna.
Arangur okkar bestu skákungmenna
á árinu 2011 var hinn ágætasti. Auð-
vitað ber þar hæst árangur Hjörvars
Steins Grétarssonar sem tefldi á 1. borði
meö landsliði Islands og varð Noróur-
landameistari í skólaskák í elsta flokki.
Hjörvar er yngri skákmönnum mikil
fyrirmynd og gott dænii um hversu vel
skákin getur þroskað einstakling. Asamt
taflmennsku er Hjörvar ltinn ágætasti
námsmaöur og gefur mikið af sér til yngri
skákmanna. Þannig hefur Hjörvar kennt
skák hjá Skákdeild Fjölnis, Skákakademíu
Reykjavíkur og tekið þá allra efnilegustu
10 ára og yngri í einkatíma.
Einnig ber að nefna Norður-
landameistaratitil Hallgerðar Helgu
Þorsteinsdóttur, en hún er ein af
hinum ungu skákkonum sem tefla með
ólympíulandsliði kvenna. Framtíðin er
björt í kvennalandslióinu ef litió er til
ungs aldurs meirihluta liðsins.
Framtíóin er björt hjá okkar allra yngstu
skákmönnum eins og árangur í yngsta
flokknum á NM í skólaskák 2012 sýnir
svo glöggt en Vignir Vatnar Stefánsson
hlaut silfur þrátt fýrir að eiga tvö ár eftir í
flokknum. Vignir Vatnar og Nansý Davíðs-
dóttir njóta einkakennslu færustu þjálfara
okkar og njóta nú þegar feiðsagnar Helga
Ólaíssonar, stórmeistara og skólastjóra
Skákskólans. Fleiri börn fædd eftir 2000
hafa sýnt miklar framfarir og er það
verðugt verkefni allra þeirra sem koma
að þessari efnilegu 2000-kynslóð að hlúa
þannig að henni að úr verði meistarar
framtíðarinnar. Skal þá hin mesta áhersla
lögð á samvinnu og svo má ekki gleyma
því að krakkar eiga að hlakka til að fara
að tefla, eða eins og faðir efnilegs drengs
sagði nýlega: „Svo má ekki gleyma því að
skákin þarf aó vera skemmtileg."
í þessum pistli um æskulýðsmál verður
sagt stuttlega frá helstu skákmótum barna
og unglinga árið 2011. Einnig er hér að
finna skemmtilegt viðtal við kennarann
Tómas Rasmus sem hefur nýtt skák í
kennslu barna og unglinga í á fjórða
áratug.
Virðing
Réttlæti
Helstu mót
ársins 2011
Stefán Bergsson
íslandsmót barna 2011
Dawid Kolka íslandsmeistari
íslandsmót barna 2011 fór fram
laugardaginn 8. janúar í Salaskóla. Sett
var glæsilegt þátttökumet á rnótinu þegar
yfir 100 börn tóku þátt. Meöfram mótinu
stóð Lenka Ptacnikova fyrir skemmtilegu
peðaskákmóti fýrir leikskólabörn og þá
yngstu í grunnskóla.
Hart var barist í þeim átta umferðum
sem tefldar voru. Eftir mikla spennu í
lokaumferðunum stóð Dawid Kolka í
Helli uppi sem sigurvegari en hann var sá
eini sem sigraði í öllum sínum skákum. I
öðru sæti varð Vignir Vatnar Stefánsson,
TR, og í því þriója Hilrnir Hrafnsson,
Fjölni.
Hilmir, Dawid íslandsmeistari og Vignir Vatnar.
íslandsmót grunnskólasveita,
stúlknaflokkur
Rimaskóli íslandsmeistari
Tíu stúlknasveitir mættu til leiks
á Islandsmóti grunnskólasveita í
stúlknaflokki sem fór fram í byrjun
febrúar. Stúlkurnar í Rimaskóla sýndu
umtalsveróa yfirburði og unnu allar
umferðirnar örugglega og hlutu 23 vinn-
inga af 24 mögulegum. Rimaskóli er ekki
óvanur því að sigra á þessu íslandsmóti
því skólinn vann sex ár í röð á árunurn
2003 - 2008.
Verðlaunasveitir:
1. RimaskóIi 23 vinningar af 24
2. Engjaskóli A 6 v.
3. Álfhólsskóli A 14 v.