Skák


Skák - 06.03.2012, Síða 40

Skák - 06.03.2012, Síða 40
Markmið og metnaður Helgi Ólafsson Markmió barna og unglinga á skáksviðinu eru afar mismunandi. Til eru þeir sem láta sig dreyma um stórmeistaratitil eða jafnvel heimsmeistaratign. Aðrir sækja í það félagslega samfélag sem skákin býður upp á, sumir vilja kannski komast í skólaliðið, keppa á erlendum vettvangi, komast á stigalista, hækka á stigum og svo mætti lengi telja. Markmið þeirra sem starfa á hinum félagslega vettvangi, stunda skákkennslu og þjálfun er að slíkt starf skilji eftir sig góðar minningar hjá viðkomandi, óháð afrekaskrá; skákin er þegar öllu er á botninn hvolft frábær aíþreying, hefur ótvírætt menningarlegt gildi og hefur íyrir löngu hlotið verð- skuldaðan sess í íslensku samfélagi. Skákhreyfingin hefur yfirleitt verið heppin að því leyti að þeir sem valist hafa til forystu þar hafa haft einlægan áhuga á viðfangsefni sínu. I dag blasir vió að árangur hefur náðst á fjölmörgum svióum. Má ég nefna eitt atriói: mikil aukning hefur verió í skákþátttöku stúlkna. Um það geta allir verið sammála að það er einfaldlega miklu skemmti- legra að hafa stelpurnar með! Við eigum líka ágætar fyrirmyndir; á sínum yngri árum upplifðu Guðlaug Þorsteinsdóttir, Sigurlaug Friðþ j ófsdóttir og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir áreiðanlega ákveðna „einsemd" í einsleitum hópi karla. Nýlega skrifaði fyrrverandi heimsmeistari kvenna, Susza Polgar, grein um skákiðkun kvenna og ójafnvægi milli pilta og stúlkna þar sem þátttöku-hlutföllin virðast vera 10 strákar á móti einni stelpu. Susza benti á margt sem betur mætti fara og iS&J vék sérstaklega að því að lyndiseinkunn stúlkna væri önnur en pilta á svipuðu reki, þær væru oft félagslega sterkari og í því væri falinn heilmikill styrkur. Susza viðraði ýmsar hugmyndir sínar um hvað væri til úrbóta. Starfsvettvangur hennar er á skáksviðinu í Bandaríkjunum en þar hefur skákin verió í mikilli sókn sem hluti skólastarfs. Þá vakningu rekja margir til þess þegar lið frá Harlem-hverfi í New York vann skólakeppni á landsvísu árió 1991 þar sem þátt tóku skólalió úr öllum fýlkjum Bandaríkjanna, þ.á m. margir einkaskólar. Tekið var eftir aó þeir sem skipuðu þetta lió úr Harlem komu vel fýrir, reyndust prýóilegir námsmenn og með sigrinum slógu þeir á alls kyns fordóma sem alið hafði verið á gagnvart íbúum þessa hverfis og unnu samfélaginu í heild mikið gagn. Leiðin til framfara Sú krafa er alltaf á lofti að við stöndum okkur á erlendri grund í keppni við erlendar þjóóir og þegar rennt er yfir afrekaskrá okkar á liðnum áratugum getum við borið höfuðið hátt. Ég get reynt að rifja upp hvernig maður þroskaðist á skáksviðinu á áttunda áratug síðustu aldar: ég rúllaði yfir öll heimsmeistaraeinvígi sem ég komst yfir, þ.m.t. einvtgi Capablanca og Aljékíns upp úr spænsku blaði, las öll skrif Bents Larsens, t.d. bók hans 50 valdar skákir. My 60 memorable games var vel lesin bók, pantaði síðan bók með öllum skákum Fischers, las bók með völdum skákum Botvinniks spjaldanna á milli, keypti bækur með skákum Keres, Tals, Petrosjans og Spasskís (rauðu bækurnar), las Tímaritið Skák upp til agna og gerðist síðan áskrifandi að rússneska skákvikuritinu „64“. Þetta er allnokkuð en þegar ég fór að bera bækur mínar saman vió ýmsa félaga innlenda sem erlenda sern voru að svipuóum styrkleika gat ég ekki betur heyrt en þeir hefðu lagt á sig sambærilega vinnu og teygt sig eftir svipuðu efni. Skákin er ekkert frábrugðin öðrum keppnis- greinum; til þess að ná árangri þarf mikla vinnu. Vinnubrögóin eru allt önnur í clag og tækin líka. Aragrúa fræðarita sem varða alla þætti skákarinnar er auðvelt að nálgast, t.d. hjá hinum ötula bóksala Sigurbirni Björnssyni. Þær byrjanabækur sem gefnar eru út í dag styðjast flestar við útreikninga öflugra tölvuforrita. Segja má að um síðustu aldamót hefjist nýtt tímabil í skákinni þar sern tölvurnar hreinlega bylta öllum vinnubrögðum. Stigahæsti skákmaður heims, Magnús Carlsen, sagði einhvers staðar að hann væri sjaldnast með tafl við höndina heldur færi yfir skákir í tölvunni sinni og enginn skyldi ætla að hann leggi ekki hart að sér. Ég held raunar að meginstyrkur Magnúsar liggi í því hversu gaman hann hefur af baráttunni og er ekki alltaf með hugann við ætlaðan árangur, stigabreytingar o.s.frv. Það sem hefur ekki breyst er að nauðsynlegt er að fylgjast með, „hlaóa niður“ mótum meóan á þeim stendur, fara yfir eigin skákir, bera saman byrjanirnar viö gagnagrunninn. Nýjustu gagnagrunnarnir keyra samhliða forrit á boró við Rybku, Fritz eða Houdini. Þetta vinnuumhverfi er í raun eins og þjálfari standi við hliðina á manni og bendi á betri leiðir. Taflmennska á netinu, t.d. á ICC, er auðvitað frábær æfing. Björn Þorfinnsson sagði mér einhverju sinni að öflugasti skákmaður Bandaríkjanna, Hikaru Nakamura, æfði sig með því að tefla einvígi við sterk skákforrit. Og hann tapar stundum með núlli! Það er hins- vegar galli t.d. á skákmótahaldi meðal yngstu kynslóðarinnar að krakkarnir eru mikið að tefla hverjir við aðra og mæta því of sjaldan eldri og þroskaóri skák- mönnum. Þeir sem standa fyrir reglu- legum skákæfingum fullorðinna ættu stundum að bjóða efnilegum unglingum að vera með. 40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Skák

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.