Skák


Skák - 06.03.2012, Side 42

Skák - 06.03.2012, Side 42
Evrópumót taflfélaga Meistaradeildin Evrópumót taflfélaga fór að þessu sinni fram í Rogaska Slatina í Slóveníu dagana 24. september til 2. október 2011. Tvær íslenskar sveitir tóku þátt: Taflfélag Bolungarvíkur og Taflfélagið Hellir. Hér að neðan rekja tveir valinkunnir meistarar reynslu og upplifun hvors félags fyrir sig. Björn Þorfinnsson, Taflfélaginu Helli Að mínu mati er EM taflfélaga besta og skemmtilegasta mót ársins. Möguleikarnir á því að næla sér í áfanga að einhverjum titli eru afar góðir og ekki skemmir nálægðin við flesta bestu skákmenn heims fyrir. Rogaska Slatina í Slóveníu er tíu þúsund manna bær sem er þekktastur fyrir heilsu- hótel og ýmiss konar meðferðir til að efla holdið og andann. Þetta var því kjörinn vettvangur fyrir skákmót af þessu tagi enda voru öll hótel í göngufæri við skák- staðinn og ró og næði til að einbeita sér að skáklistinni. Helsti lösturinn á mótshaldinu var sá að teflt var í þremur mismunandi keppnis- sölum á tveimur hótelum, sem gerði það að verkum að ómögulegt var að fylgjast meó nema hluta viðureigna í hverri umferð. Gúanóið, þar sem neðstu liðin tefldu, var talsvert frá aðalskákstaðnum og þar voru aðstæður arfaslakar, kannski eins og vera ber í gúanói. B-salurinn, sem var fyrir liðin sem sigldu lygnan sjó um og yfir mitt mót, var ágætur, vítt til bæði lofts og veggja, en eini gallinn var sá að hann var á þriðju hæð í hótelinu og maður var því orðinn ansi andstuttur af því að þramma margsinnis upp og niður stigana í tilraun til að fylgjast einnig með baráttunni á efstu borðum. Hinn út- sjónarsami Þröstur Þórhallsson fann hins vegar krókaleið með því að nota Iyftu í samtengdu hóteli og eftir nokkrar vel valdar beygjur í allar áttir komst hann inn á skákstaðinn í gegnum neyðarútgang. F.g var snöggur að gera þessa leið að minni. Aðalsalurinn, sem var á jarðhæö í gömlu og mikilfenglegu lúxushóteli, var framúrskarandi flottur. Þar fóru fram sjö efstu viðureignirnar í hverri umferð, allar skákirnar í beinni útsendingu, auk viðureignanna í kvennaflokki. Áhorfendur voru sjaldséðir í hinum sölunum en þarna var alltaf talsverð umferð af áhorfendum, sérstaklega undir lok mótsins. Þrátt fyrir annmarka með salina var mótshaldið í heild til fyrirmyndar og festi þá skoðun rnína enn frekar í sessi að EM taflfélaga er mót mótanna. Þaó kom í rninn hlut að fjalla um árangur okkar Hellismanna. Nánast allir liðsmenn áttu mjög gott mót, sérstaklega þeir Sigurbjörn og Hjörvar Steinn, en helst kom á óvart slakur árangur Hannesar á fyrsta borði. Sjálfur hef ég aldrei orðið vitni að því að Róbótinn, sem er gælunafn Hannesar meðal yngri skákmanna, klikki en ég býst við því að allir séu rnann- legir - meira að segja róbótar. Gæfan var ekki í liði með Hannesi í fyrstu umferð þegar hann lék illa af sér og tapaði gegn stigalágum Albana. í stað þess að fá tíma til að sleikja sárin í næstu umferð og vinna stig til baka inn í mótið var sjálfur Ponomariov andstæðingurinn í næstu umferð og síðan sterkir andstæðingar í hverri einustu umferð allt til loka. Svo ég snúi rnér aftur aó Hellisliðinu vannst stór sigur á albönsku liði, Veleciku, í fyrstu umferð, á'A-l'A, þar sem Hannes tapaði og ég missti niður jafntefli. I næstu umferð vorum við komnir í aðalsalinn, í beina útsendingu, og töpuðum stórt 5V2-V2 fyrir rússnesku ofursveitinni Tomsk-400. Ykkar einlægur náði jafntefli gegn sjálfum Motylev. I þriðju umferð dundu ósköpin yfir þegar við mættum TB-ingum. Það er frekar þreytandi að fljúga langa leið til þess eins að tefla við sömu andstæðingana og heima fyrir. Það var hins vegar ekkert annaó í stöðunni en að bíta í skjaldar- rendur og berjast. Við bræðurnir gáfum tóninn með sviptingasömu jafntefli í 8 leikjum og valhoppuðum svo saman út í sólina. Þetta var önnur skák okkar bræðra á Evrópumóti taflfélaga og er þaó tveimur skákum of mikió. Stefán og Hannes sömdu einnig um skiptan hlut á 1. borði en fljótlega vorurn við Hellismenn komnir í 3-1 með sigrum Hjörvars og Róberts gegn Jóni Viktori og Degi. Vestfirðingar eru þó þekktir fyrir allt annað en að gefast upp og Þröstur og Guðmundur jöfnuðu metin með sigrum gegn Sigurbirni og Bjarna Jens. Jafntefli, 3-3, var því niðurstaðan eftir þessa bræðrabyltu. í 4. umferð mættum við hollensku liði sern var áþekkt okkur í styrkleika og unnum þar góðan 4-2 sigur. Hannes átti slæman dag og tapaði gegn 1M Pruijssers, sem náði síðan stórmeistaraáfanga í mótinu. Skömmu síðar jafnaði ég metin gegn Islandsvininum IM van Delft og í kjölfarið tryggðum við okkur sigur með þremur góðum sigrum hjá Sigurbirni, Róberti og Bjarna Jens. Hins vegar varð Hjörvar að játa sig sigraóan í langri baráttuskák. I 5. umferð mættum við belgíska liðinu KSK Rochade, en því liði höfum við oft mætt í þessari keppni. Við Hannes ákváðum að vera andlega fjarverandi í þessari viðureign og Belgarnir komust því fljótlega í 2-0. Sigurbjörn minnkaði síðan muninn með góðum sigri og Bjarni Jens var hetja dagsins þegar hann sneri stein- clauðu jafntefli í mikilvægan sigur. Eftir langa baráttu urðu svo Hjörvar og Róbert að sætta sig við jafntefli og því varð 3-3 jafntefli niðurstaðan. I sjöttu og næst- síðustu umferð mættum við serbneska liðinu Glasinac Sokolac, sem hafði á að skipa tveimur sterkum stórmeisturum á fyrstu tveimur borðunum. Úr varð hörkubarátta en svo fór að við unnum góðan 4-2 sigur. Hjörvar, Sigurbjörn og Bjarni Jens unnu öfluga sigra en ég og

x

Skák

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.