Skák


Skák - 06.03.2012, Side 43

Skák - 06.03.2012, Side 43
Róbert gerðum jafntefli. Hannes tapaði svo íyrir GM Solak í hörkuskák. í síðustu umferð komumst við svo aftur í aóalsalinn og andstæðingurinn var ofurlióið Ugra frá Rússlandi. Það voru blendnar tilfinningar sem bærðust í brjósti okkar þegar pörunin varð ljós. Það var spennandi að tefla meðal þeirra bestu í aðalsalnum en tveir liðsmenn voru í dauðafæri við áfanga að alþjóð- legum meistaratitli, þeir Hjörvar Steinn og Sigurbjörn. Þeirra beió nú hið erfiöa verkefni að þurfa að ná punkti gegn ofurstórmeisturunum Malakhov og Dreev, sem báóir skarta yfir 2.700 skákstigum. Sérstaklega var hlutskipti Sigurbjarnar erfitt, en allt byrjanakerfi hans með svart byggist á bókum sem Dreev hefur skrifað og auóvitað höguðu örlögin því þannig að Sigurbjörn stýrði svörtu mönnunum. Þess utan eru áfangaveiðar Sigurbjarnar ein samfelld harmsaga. Enginn efast um getu kappans en óheppnin er algjör. Ef hann hefur ekki misst af lestinni með tapi í síðustu umferð þá hefur hann náð tilskildum árangri en áfanginn ekki gildur sökum formsatriða, t.d. ónógur fjöldi titilhafa. Satt best að segja vorum við liðsfélagarnir ekki bjartsýnir fyrir hönd Sigurbjarnar en hann svaraði því með því að tefla frábæra skák sem tryggði honum skiptan hlut og þar með fyrsta en ekki síðasta áfangann að alþjóðlegum meistaratitli. Hannes Hltfar var ekki dauður úr öllum æðum og tefldi góða skák gegn Jakovenko en sleppti honum með jafntefli að lokum. Aðrir liðsmenn urðu að lúta í gras, einn af öðrum, en þó ekki fýrr en í fulla hnefana. 5-1 tap gegn ofurliði Ugra var staðreynd en við gátum borið höfuðið hátt. Við vorum einnig bjartsýnir um að verða fyrir ofan Bolvíkinga enda áttu þeir að tefla við sterkt spænskt lið með Loek van Wely á fyrsta borði í síðustu umferð. Þeir unnu hins vegar stórkostlegan sigur og skutust upp fýrir okkur í lokin. Það er ekki annað hægt en að taka hattinn ofan fýrir þeirri frammistöðu og óska Vestfirðingum til hamingju með árangurinn. I vinningum talið var árangur liðsmanna eftirtalinn: 1. Hannes Hlífar Stefánsson - 1 v. af 7 2. Björn Þorfinnsson - 3 v. af 7 3. Hjörvar Steinn Grétarsson - 3'/2 v. af 7 4. Sigurbjörn Björnsson - 4“/2 v. af 7 5. Róbert Lagerman - 4 v. af 7 6. Bjarni Jens Kristinsson - 4 v. af 7 Sigurvegari mótsins var lið Saint-Peters- burg Chess Federation með Peter Svidler á fyrsta borði, sem var nokkuð óvænt því ofurliðið SOCAR frá Aserbaídsjan var af flestum talið langsigurstranglegasta liðið enda með fýrrverandi heimsmeistarann Kasimdzhanov á sjötta og síðasta borði! Að lokum verð ég að minnast á afar minnisstætt atvik sem átti sér stað í fýrstu umferó í viðureign okkar gegn albönsku liði. Ég ákvað að tefla 1. e4 í fýrsta skipti og svaraði í þokkabót l...c5 með hinum vafasama gambít 2.b4!? Rökin fýrir þeirri ákvörðun voru þau aó andstæðingurinn, Paci að nafni, tefldi afar illa gegn öllum gambítum. Sú varð reyndar raunin en ég fékk aðeins eitt tækifæri til að fá ntun betra tafl og þegar ég missti af því tefldi Paci óaðfinnanlega og gaf engin færi á sér. Ég gerði mitt besta til að forðast öll jafnteflisleg afbrigði, sem er yfirleitt vísasta leióin til taps, og sökk dýpra og dýpra í sætið þegar andstæðingurinn fann yfirleitt bestu leiðirnar og komst út í kolunnið endatafl. Ég þvældist hins vegar fýrir eins og ég gat og að lokum gerði Albaninn mistök og upp kom þessi staða: r nr m ■ ■ p ■ ■ 'V m » ii 1 | M |xB ■ ■ ■ jlj 1 y Hérna lék ég Hf3 + og andaði léttar enda er jafnteflið þar með tryggt. Leiki svartur Klt4 byrja ég á aó ieika Hh3 + og elti svo kónginn út um allt borð. Andstæðingurinn sýndi hinsvegar engin svipbrigði og drap hrókinn, náði sér í biskup og tilkynnti að ég væri mát. Ég verð að viðurkenna að ég átti ekki von á feiknum gxf3 = B# og taldi auðvitað að maðurinn væri að grínast og brosti því vandræðalega til hans, enda hef ég oft orðið vitni að betri bröndurum. Það runnu hins vegar á mig tvær grímur þegar mér varð ljóst að maðurinn var ekkert að grínast! Eftir vandræðalega þögn í nokkra stund sprungu liðsfélagar Paci gjörsamlega úr hlátri og þá áttaði andstæðingurinn sig og varð frekar rjóður í vöngum. Þetta var með fýndnari uppákomum sem ég hef lent í við skák- borðið en óneitanlega hef ég ítrekað spurt mig hvernig ég gat næstum því tapaó fýrir manni sem ætlar að vekja upp biskup áf3! Skák mótsins af hálfu okkar Hellis- manna var tefld í síðustu umferð, þegar Sigurbjörn hafði svart á móti ofurstór- meistaranum Aleksey Dreev. Hvítt: Aleksey Dreev (2711) Svart: Sigurbjörn Björnsson (2349) Evrópumót taflfélaga, 7. umferð, 1. október 2011 Þessi skák var tefld í lokaumferð Evrópumóts taflfélaga sem fram fór í Rogaska Slatina í Slóveníu síðasta haust. Fyrir mig var þetta merkileg skák fýrir margra hluta sakir, fyrir það fýrsta var þetta áfangaskák, í öðru lagi var ég í fyrsta skipti að tefla við mann með yfir 2.700 stig (á þeirn tíma sem skákin fer fram) og í þriðja lagi var ég að tefla við þann mann sem þekkir byrjunina sem ég tefli með svörtu sennilega best af öllum skákmönnum heimsins. I.d4 d5 2.c4 c6 3.Rf3Rf6 4.e3 Á undanförnum tveimur árum hefur Alexey Dreev gefið út tvær magnaðar bækur urn Semi-Slav byrjunina. Því kom það mér í raun ekki svo mikið á óvart að hann skyldi velja akkúrat þetta afbrigði gegn mér, því nú sneiðir hann frarn hjá afbrigðunum sem hann fjallaði um í bókunum sínum, Moskrm og Anti- Moskvu afbrigðunum sem hefjast eftir 4.Rc3 e6 5.Bg5 og Meran eða Anti-Meran afbrigðunum sem hefjast eftir 4.Rc3 e6. 4...BÍ5 Nú beinist byrjunin yfir í Slow-Slav, en ég tel að 4... Bf5 sé besti leikurinn í þessari stöðu og að það sé frekar hæpið að leika 4.. ,e6 því þá getur hvítur valið úr nokkrum frekar óþægilegum leiðum. Sú besta er sennilega að bíða með riddarann á bl, leika b3, Bb2, Bcl3, 0-0

x

Skák

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.