Skák - 06.03.2012, Side 51
vinnslutíma þegar eldri heilar eru bornir
saman við þá yngri, í stað þess að mæla
bara það sem fljótlegt er á forsendum
yngri heila. Mælingar á fjölþættri greind
virðast benda til þess að eldri heilar
séu hinum yngri ekki eftirbátar þegar á
heildina er litið. Þvert á móti veiti vís-
dómur reynslunnar þeim jafnvel forskot
varðandi nákvæmni og sköpunargáfu
við úrlausn vandamála. Þá er í seinni tíð
orðið ljóst að mannsheilinn getur tekið
jákvæðum breytingum fram á gamals
aldur, aðlögunarhæfni hans til að mynda
nýjar tengingar kemur æ betur í ljós.
Þegar við bætist yfirvegun hins eldri heila
við áhættutengda ákvarðanatöku, er ekki
ástæða til annars en aö eldri skákmenn
gangi hnarreistir til leiks við þá yngri.
Þessar vangaveltur minna jafnframt á
nytsemi þess að eldri skákunnendur
miðli hinum yngri af visku sinni og
skilningi á notagildi nýrrar þekkingar. A
móti veitir hinum eldri ekki af því að fá
tilsögn í notkun tölvuforrita á borð við
ChessBase og Houdini, svo að eitthvað
sé nefnt. Hvorirtveggju hafa gagn af góðri
aldursdreifingu í æfingum og keppni,
hvorirtveggju búa yfir dýrmætum eigin-
leikum sem vert er að samnýta.
Öldrun er úrelt hugtak
Lífaldur sem viðmió deyfir sýn sam-
félagsins á mikilvæga auðlind sem felst
í mannlegum þroska. Þetta viðmið telur
þeim einstaklingi, sem korninn er á efri
ár, trú um að reynsla hans sé takmarkandi
þáttur í lífinu en ekki takmark til að ná
árangri. Þessu viðhorfi verður að breyta
en uppgjörið við aldursfordóma og
baráttan fyrir félagslegu réttlæti felst
ekki í því að hverfa til gildismats fornra
samfélaga heldur að meta sérhvern ein-
stakling að verðleikum, óháð aldri.
Margt bendir til þess að möguleikarnir
á því að örva og efla hinn fúllorðna
heila séu stórfelldir. Þegar eldra fólk
er viðurkennt sem mikilvægur hluti
samfélags, atvinnulífs og félagslífs á
borð við skákiðkun, losnar jákvæð
orka úr læðingi. Sú upplifun að njóta
viðurkenningar annarra er til dæmis
einhver miklvægasti heilsufarsþátturinn í
lífi okkar allra. Þannig má með einfaldri
viðhorfsbreytingu auka lífsgæði í
samfélaginu og spara útgjöld í heil-
brigðis- og félagslega kerfinu.
Hér virðist kjörió að nota skákina sem
viðspyrnu, hvetja fólk til að gerast upp-
litsdjarfara og setja sér ný markmið fram
eftir öllum aldri. Ósjálfrátt koma upp í
hugann orð skákunnanda á sjötugsaldri
sem kveðst hafa sett sér þaó markmió að
verða elstur manna stórmeistari í skák.
Verðugt markmið og skemmtilegt! Þá er
ekki síður uppörvandi að fylgjast með
því hvernig fyrrverandi íslandsmeistar-
arnir og snillingarnir Björn Þorsteinsson
og Gunnar Gunnarsson knésetja Elli
kerlingu í hverri kappskákinni á fætur
annarri og hafa sjaldan notið sín betur á
hvítum reitum og svörtum.
Miklu skiptir að laða eldra fólk til
skákiðkunar í krafti einlægni, viróingar
og gleði. Láta það finna að það getur líka
verið efnilegt - eða sagði ekki þjóð-
skáldió að hér svæfi hetja á hverjum bæ?
Fullyrða má að íslensk þjóð eigi sér því
aðeins bjarta framtíð að hún læri að meta
eldri k)'nslóðina að verðleikum og beri
gæfu til að nýta sér atgervi hennar í leik
og starfi.
Gens una sumus - eða eins og Hermann,
fjárbóndi og formaður Goðans, myndi
orða það: Við erum öll af sama sauða-
húsi.
Höfundur er framkvcemdastjóri Eflis
almannatengsla ogfélagi í Goðanum.
Heimildir:
Einar B. Baldursson, 2007 - Öldrun,
vandi eóa vannýtt auðlind? Grein í Mbl.
Elkhonon Goldberg, 2005 - The Wisdom
Paradox. Simon&Schuster UK Ltd.
Norman Doidge, 2007 - The Brain that
Changes Itself. Penguin Books Ltd.
51