Skák - 06.03.2012, Síða 66
Einkennilegar tilviljanir
- Um kynni mín af Bobby Fischer
Bragi Kristjónsson
Eftir stúdentspróf frá Verzlunar-
skólanum árið 1958 var eg
eiginlega búinn að fá nóg af
skólanámi urn hríð. Hafði líka kynnzt
mörgu skemmtilegu fólki með bóhemíska
tendensa, sem lokkuðu og gaman var að
hrærast með.
Jökull Jakobsson var mágur minn á
þessum árum, gríðarlega ritleikinn og
góður höfundur og var um þær mundir
ritstjóri Vikunnar, sem breytt haföi verið
úr heimilisblaði húsmæðra í hálfgert
menningartímarit og hann gabbaði mig
til starfa fyrir Vikuna og undi eg þar
ágætlega í 2-3 ár með frábærum starfs-
félögum: Karli Isfeld rithöfundi, Hrafni
Pálssyni hljómlistarmanni, Jónasi Jónas-
syni útvarpsmanni, Ásbirni Magnússyni
auglýsingastjóra og ferðafrömuði, Þor-
geiri Þorgeirsyni rithöfundi, Ólafi Gauki
tónlistarmanni og fleiri ágætum mönnum
og konum, þ.á m. var sendill hjá okkur
um hríð Stefán Friðfinnsson, seinna
forstjóri íslenzkra aðalverktaka. Það var
gott og skapandi að vinna með þessum
sómamönnum og eg skrifaði heilmikið
þessi árin fyrir blaðið.
Einn þeirra ágætu manna sem eg kynntist
var Jón Böðvarsson íslenzkufræðingur og
frömuður um túlkun Islendingasagna,
sem frægt er. Hann var í hlutastarfi íyrir
hótelstjóra á Hótel Skjaldbreió og ein-
hverntíma kom hann að máli við mig og
spurði mig, hvort eg vildi verða nætur-
vörður á hótelinu í ígripum. Þótti mér
það spennandi og sló til og gegndi því
samhliða blaóamennskunni um nokkurt
árabil. Þar kynntist eg ýmsum afbragðs-
mönnum, sem unnu við hið sama, t.d.
Ara heitnum Jósefssyni skáldi og snillingi,
Jóni frá Pálmholti, Guðbergi Bergssyni
og ýmsum fleirum. Var oft líf og fjör á
Skjaldbreið þegar svöng skáld og snill-
ingar komu í heimsókn að næturþeli, og
við söddum sárasta hungrið með mat úr
búri hótelsins. Má þar nefna Alfreð Flóka
teiknara, skáldin Stefán Hörö Grímsson
og Dag Sigurðarson og fleiri.
Um 1960 vildi Jóhannes Jósefsson glímu-
kappi selja Hótel Borg og varð úr, að
okkar góði hótelstjóri, Pjetur Daníelsson
varð einn þeirra fimm, sem keyptu hið
fornfræga glæsihótel. Fluttum við nætur-
verðirnir þá yfir meó honum þangað og
var það mikill munur aó koma af Skjald-
breið á fínasta og bezta hótel landsins.
Það var á Hótel Borg, sem eg hitti Bobby
Fischer í fyrsta skipti. Hann kom á
skákmót í Reykjavík árið 1960 og gisti á
Borginni.
Innskot ritnefndar. Bobby Fischer tók
þátt í skákmóti á Islandi í október
1960-þá 17 ára gamall. Um þetta
mót er fjallað í Tímaritinu Skák,
7. tbl., nóvember 1960. Fischer var
boðin þátttaka í minningarmóti
Eggerts Gilfers, sem haldið var í
seþtembermánuði sama ár. En vegna
misskilnings í sambandi við tíma
mótsins kom stórmeistarinn ekki
hingað til landsfyrr en í lok þess!
66