Skák - 06.03.2012, Qupperneq 68
skákbækur á rússnesku eða eitthvað,
sem hann girntist, keypti hann það og
greiddi með bros á vör, en alltaf gaf eg
honum samt nokkuð ríflegan afslátt og
kunni hann vel að meta það. Annars
leitaði hann mest að bókum um ein-
staklinga, sem höfðu þurft að hrekjast
frá heimalöndum sínum vegna ofsókna
stjórnvalda íyrir skoðanir sínar og fann
ótrúlega margar bækur, sem hann keypti
af þessu tagi hjá okkur.
Fischer bjó þessi árin við Skúlagötu og
var oft á heimferð milli 10 og 11. Ef eg var
í búðinni kom hann oft inn og hélt áfrarn
leit sinni að lesefni, einnig hafði hann
mikinn áhuga á ýmsurn bandarískum
teiknimyndaseríum, einkurn ef þær
fjölluðu um sama efni og ofangreint. Ef
hann var í stuði, spilaði hann oft fyrir
mig einhverjar glefsur úr BBC um hann
og hans geðveiki og rugl, sem hann gaf
lítió fyrir og sagði mér líka frá viðureign
sinni við svissneska banka og gullstangir,
sem hann átti þar og „bjánana" í Lands-
bankanum, sem hann var ekki par hrifinn
af.
Hann var yfirleitt ekki hrifinn af því
þegar útlendingar viðruðu sig upp við
hann, en eitt sinn var í búðinni erlendur
maður sem greinilega hafði hitt Fischer
áður. Þessi maður reyndist þá vera forseti
skáksambands Filippseyja, og höfðu
þeir hitzt fyrir mörgum árum. Varð með
þeirn fagnaðarfundur og bauó maðurinn
honum í mat á hóteli sínu. Ef það kom
fyrir, að íslendingar gengu að honum
og báðu hann að árita eitthvað, kort eða
bækur eftir hann, brást hann ljúfmann-
lega við því, en svo var það líka búið, ef
fólk ætlaði að tala meira við hann, sneri
hann sér bara að öðru.
Þegar Sæmi rokk, sem átti, eins og allir
vita, drjúgan þátt í að bjarga Fischer
hingað, var í burtu í fríum, tókum við í
búðinni að okkur að taka við og geyma
póstinn fyrir Fischer, því paranoia hans
var slík, að hann vildi ekki fá póstinn
heim til sín. Einhverju sinni kom hann og
spurði hvort nokkur póstur hefði borizt,
en Sæmi var í burtu. Þá rétti Ari Gísli
sonur minn honum póstinn, þ.á m. stórt
umslag með einhverju hörðu innan í. Þá
segir Fischer: „Bloody Jews, a bomb, take
care, I am going outside, while you open
it.“ Svo opnaði Ari Gísli umslagið og
reyndist þar engin sprengja vera, heldur
eitthvert tréleikfang frá kunningja hans í
Bandaríkjunum. Honurn fannst allt í lagi
að Ari Gísli spryngi í loft upp, en vildi
síður lenda í því sjálfur.
Eg ætla ekki að rekja hér ummæli
Fischers um Bandartkjamenn eða
gyðinga, það er flestum kunnugt og
óþarfi að rifja það upp hér. En það þýddi
ekkert að andmæla honum, þá bara
reiddist hann og stikaði burt og sást ekki
í nokkra daga á eftir.
Stundum hafði hann orð á því, hvort
hann ætti ekki að hjálpa mér að fara í
gegnum himinháa bókastaflana, sem voru
á gólfum og borðurn, en einhvernveginn
tókst mér að afstýra því með lagni. Hann
var vanur að fá sér sæti á afviknum stað
í búðinni meðan hann gluggaði í bækur
og meðal þess, sem erlendar sjón-
varpsstöðvar höfðu áhuga á, var að sjá
„stólinn, sem Fischer hefði setið í“ og
hugsa ég, að þetta sé mest myndaði stóll
í heimi. Stundum fékk gamli meistarinn
sér jafnvel lúr í stólnum góða.
Núnú, eg ætla nú ekki að hafa þetta
lengra að sinni, en verð bara að
viðurkenna að okkur gekk bara bærilega
vel að komast af hvor við annan og aldrei
kom til alvarlegs ágreinings milli okkar.
Einhverntíma var hann í banastuði
og sagði: „Bragi, you have become a
celebrity, because 1 am visiting your
shop, are you aware of that?“ Eg man
ekki, hverju eg svaraði.
Þegar Fischer var orðinn dauðveikur og
vildi ekki þiggja úrræði læknavísindanna,
sat hjá honum góður vinur minn,
Magnús Skúlason læknir.
Þetta var daginn sem hann dó. Fischer
var aldrei fyrir líkamlega snertingu, en að
þessu sinni, þegar Magnús sat hjá honum
og strauk honum um hendurnar, Fischer
í hálfgerðu óráðsdái, sagði Fischer:
„Nothing eases suffering like human
touch.“
Skömmu síðar dó hann, þessi
undramaður skákheimsins, sem sneri
öllu á haus öðru hvoru með sjúklegum
uppátækjum og snilli sinni.
Hvítt: Arinbjörn Guðmundsson
Svart: Robert James Fischer
Reykjavík, október 1960
l.d4 Rf6 2.RÍ3 d5 3.e3 g6 4.c4 Bg7
5.Rc3 0-0 6.Db3 e6 7.Be2 Rc6 8.Dc2
dxc4 9-Bxc4 e5 10.dxe5 Rg4 11.0-0
Rcxe5 12.Rxe5 Rxe5 13 Be2 c6 I4.f4
Rg4 15.h3
Bf5 I6.e4 Dd4+ 17.Khl Rf2 +
18.Hxf2 Dxf2 19.exf5 Bxc3 20.bxc3
Hae8 21.Bd3 Hel+ 22.Kh2 Dgl +
23.Kg3 Hfe8 24.Hbl gxf5 25.Bd2 Hxbl
26.Dxbl Dxbl 27.Bxbl
He2 0-1