Skák


Skák - 06.03.2012, Page 75

Skák - 06.03.2012, Page 75
nakin og pissuðu bara þar sem þau voru stödd þannig að þvagiö rann eftir fótleggjunum. Einn daginn sá ég rottu gæða sér á eigum og mat fjölskyldunnar. í þessari ferð fór ég í alls kyns hliðar- götur og sund þar sem allt var skítugt og illa farið. Einn daginn sá ég ungan mann sem leitaði að mat innan um rusl. Hann var með plastdisk í hægri hendi sem á voru gamlir uppþornaðir sósuafgangar. Eg hugsaði með mér að þessum manni þyrfti ég að gefa svolitla peninga en ein- hvern veginn gekk ég bara áfram. Villtir hundar, rottur og skorkvikindi voru einnig í matarleit á þessum sama stað eftir að skyggja tók. lndverjar fara bara að hlæja að þeim vandamálum sem við berum á borð og held ég að þessi ferð hafi breytt mér. Með því að feróast er hægt að vaxa sem manneskja og sjá hluti í nýju ljósi. Á Indlandi er sagt sem svo að hið slæma sem fólk verði fyrir sé í raun gott þar sem það sé þá að borga fyrir fyrri syndir. í lok feróarinnar hitti ég konu í Nýju-Delhi sem var á götunni. Hún sagðist þurfa aó betla til að þrauka og eiga erfitt með að sjá tilgang með lífinu. Það sem ég kann vel við á Indlandi er hinn andlegi hugsunarháttur. Fátækt fólk er afar vinalegt og hógvært þó svo að það lifi á götunni eins og dýr frá sjónarhóli Vestur- landabúa. Vegna kreppunnar á íslandi er erfitt að lifa venjubundnu lífi við að sjá fyrir heimili og fjölskyldu. Mig grunar að ég hafi lært að leita leiða til að leysa vandamál og vera þakklátur fyrir það sem mér hefur tekist að afreka í lífinu og þau tækifæri sem mér hafa verið veitt í gegnum skákina. Hvítt: Henrik Danielsen Svart: Himansku Sharma l.RB Fyrir skákina gat ég ekkert undirbúið mig, en 2-3 tímar fóru í útlendingaeftir- litið áður en skákin hófst. Himansku Sharma hefur auga fyrir taktík en einhverja veikleika er að finna í stöðuskilningi hans. Mjög mikilvægt var að vinna skákina því þar með yrði ég í lykilstöðu fyrir síðustu umferð. I...d5 2.g3 c5 3.Bg2 Rc6 4.0-0 e5 5.d3 Bd6 6.Rc3 Rge7 7.e4 d4 8.Rd5 Rxd5 9.exd5 Re7 lO.Hel f6 11.c4 dxc3? Mistök. Mikilvægt er að gefa ekki eftir miðborðið. 12.bxc3 0-0 13.Rd2 b5 l4.Db3 Hb8 15.Re4 a5 I6.a4 b4 17.Be3 bxc3 18.Dxc3 Rxd5 19-Dc4 Be6 20.Rxd6 Rf4 21.gxf4 Að sjálfsögðu sá ég 21. Dxc5 Rxd3 22.Dc6 Rb4 en hins vegar sá ég ekki 23. Dc3 Dxd6 24.Bc5. 21.. .Bxc4 22.Rxc4 exf4 23.Bxf4 Hb4 24. Hadl h5 25.Bd6 Hxa4 26.Bc6 26. Bxf8 Kxf8 27.Bc6 Ha2 28.He8+ Dxe8 29. Bxe8 Kxe8 ætti að vinnast. 26.. .Hb4 27.Be7 27. Bxf8 Dc8 28,Bxc5 Dxc6 29.Bxb4 axb4 30. Hbl vinnur. 27.. .Dc8 28.Bd5+ Kh7 29.Be6 Da8 30.BÍ5+ g6 31.Be4 Dc8 32.Rd6 Dg4+ 33.Bg2 Hbb8 34.Bxf8 Hxf8 35.Hbl h4 36.He4 Dg5 37.f4 Dg4 38.h3 Dg3 39-He7+ Kh6 40.Hfl Dxd3 41.RB+ Hxf7 42.Hxf7 c4 43.Khl f5 44.Hc7 c3 45.HÍ3 Ddl+ 46.Kh2 c2 47.Hfc3 Del 48.H7c4 a4 49-Hxc2 Dg3+ Ég helcl að endataflið sé jafntefli en stöðuna er erfitt að tefla í tímahraki. 50.Kgl Del+ 51.Bfl De3+ 52.HÍ2 Db3 53.Hc6 a3 54.Ha6 De3 55.Ha8 Kg7 56.Bg2 Kf6 57.Ha6+ Kg7 58.Bfl Kh6 59-Hc6 Kg7 60.Hcc2 Kf6 6l.Bg2 Kg7 62.Khl Db3 63.Bfl Kh6 64.Hcd2 De3 65.Kgl Dg3+ 66.Bg2 De3 67.Hde2 Dd3 68.Khl Ddl+ 69-Kh2 Dd3 70.Hd2 De3 71.Hc2 Dg3 + 72.Khl Db3 73-Bfl De3 74.Hce2 Dg3 75.Bg2 De3 76.Ha2 Db3 77.Kgl De3 78.Bfl Dg3+ 79-Khl De3 80.Had2 Dg3 81.Hde2 Dc3 82.Kgl Dg3 + 83.Khl Dc3 84.Bg2 Dd3 85.BÍ3 Dc4 86.Bg2 Dd3 87.Kgl Ddl+ 88.Kh2 Dd3 89.Bfl Dg3+ 90.Khl Dc3 Augljóslega hefði ég getað teflt þessa skák betur - en vegabréfsvandamál, veikindi og hæfileikaríkir ungir skákmenn eru erfið blanda. 1/2-1/2 Guðmundur Kjartansson Síðasta ár gekk ekkert sérstaklega vel hjá mér í skákinni, ekki frekar en árið á undan. Ég átti þó einstaka góðar skákir og það var ágætt að vinna Haustmótið í október. En svo átti ég fínt mót í Hastings um claginn; þó að ég hafi verið langt frá því að tefla fullkomlega fann ég fyrir meira sjálfstrausti og fannst ég vera einbeittari en oft áður. Líklega hefur það haft eitthvað með nýlega ákvörðun mína að gera, en eftir þetta misseri í verkfræðinni tók ég þá ákvörðun að hætta eða að minnsta kosti taka mér pásu frá háskólanum til að einbeita mér að skákinni. Sumir virðast komast upp með að sameina nám og skák (eða aðrar íþróttir) en ég helcl að ég hafi tekið rétta ákvörðun, þar sem þetta var búið að liggja í loftinu í smátíma. Ég ætla því að nota tímann núna til að tefla og stúdera, og vonandi get ég ferðast eitthvað á þessu ári. Næsta markmið mitt er líklega að verða stórmeistari og væri fínt að ná því innan tveggja ára þó aó ég sé fyrst og fremst að hugsa um að bæta mig jafnt og þétt. Annað markmið gæti líka verið að vera valinn í ólympíuliðið á þessu ári, þó að það sé ekki forgangsatriði. Allavega var ég nokkuö sáttur með taflmennskuna úti í Hastings. Sérstaklega síðustu þrjár skákirnar, líka síðustu skákina þó að ég hafi tapað henni að lokum. Hér er skákin á móti Hebden: 75

x

Skák

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.