Skák

Ataaseq assigiiaat ilaat

Skák - 06.03.2012, Qupperneq 78

Skák - 06.03.2012, Qupperneq 78
Um skáklistina og Friðrik okkar Ólafsson í tilefni skákdagsins 26.01 2012 Enginn íslendingur fyrr eða síðar hefur staðið jafn lengi á tindi frægóarinnar og Friðrik Ólafsson stórmeistari. Þegar ég var lítill drengur heima á Brúnastöðum man ég fyrst eftir umræðunni um hann. Þjóðin stóð á öndinni og heimsbyggðin tók að tala um þennan unga mann sem einn efnilegasta skákmann veraldar. Og við bræðurnir tókum að tefla og mikill áhugi reis fyrir skákinni á fslandi. Þegar Friðrik Ólafsson tefldi í janúar 1956 í Ffastings á Englandi á stórmeistaramóti má segja að hann hafi náð því sem stundum er nefnt „gegnum- brot“. Hinn ungi maður kom, sá og sigraði. Skákin er oft tengd kænsku í pólitík og stórorrustu. Margir hafa minnst á sigurvegarana tvo sem unnu sína stærstu sigra í Hastings - að vísu með fast að þúsund ára millibili - þá Friðrik Ólafs- son og Vilhjálm 1. Englandskonung sem nefndur var bastarður eða sigurvegari. Hann kom með her sinn til Hastings frá Normandí og lagði undir sig England. Vilhjálmur var skákmaður og hefur því kunnað þá rökhugsun sem skákinni fylgir og að stilla upp í hernaði og beita sínum hermönnum til sóknar. Hann kom með skákina með sér frá Normandí til Hastings og skákin er talin hafa borist til Islands ekki síst frá Englandi með Skálholtsmönnum, þeim Þorláki og Páli sem báðir urðu biskupar. Því er ekki að undra að Guðmundur G. Þórarinsson telji taflmennina sem fundust í Lewis vera frá Skálholti, geróa af listakonunni Mar- gréti högu. Friðrik hafói að vísu getið sér orð nokkrum árum fyrr þegar hann varð Islandsmeistari 1952, fyrir sextíu árum. Hann varð svo Norðurlandameistari og stórmeistari nokkru síðar. Svo gleymir enginn því þegar þeir Bent Larsen og Friðrik mættust, þá reis þjóðernisbylgja svipuð því sem gerist þegar strákarnir í handboltanum standa sig best. Friðrik er einn af meisturum skáklistarinnar og það er alltaf jafn gaman að fylgjast með þessum prúða og hógværa manni við taflborðið. Stíllinn stórbrotinn - allt í einu breytist rólegur sólskinsdagur á skákborðinu í eldgos eða stórorrustu. Ahorfendur fylltust ákafa og spurðu: Hvert er Friðrik nú að fara? - en leik- fléttan var aldrei langt undan. Hann fyllir enn áhorfendastúkurnar eins og segul- stál, hinn síungi öldungur. Eg minntist á pólitík, en Friðrik hefur haft meiri áhrif á sögu Islands en margur áttar sig á. Hann setti Island á kortið meðal þjóðanna með framgöngu sinni og fullyrða má að einvígi aldarinnar sem fram fór í Reykjavík 1972 hafi verið valinn staður hér af því að Island var virt meðal stórveldanna og skákþjóðanna. Þar tókust stórveldin, rússneski björninn og bandaríska tígrisdýrið, á og einvígið hafði pólitísk áhrif milli austurs og vesturs. Bobby Fischer og Boris Spassky voru stríðsmenn stórveldanna í mögnuðustu pólitík og uppgjöri á skákborðinu milli risanna tveggja. Arið 1978 varð Friðrik forseti FIDE og leiðtogi skákmanna á veraldarvísu. I.eiða má að því ltkur að einvígið og frægð Friðriks og drengskaparorð sem af íslendingum fór hafi átt þátt í því að stórveldin áttu með sér annan fund á Islandi. Þaó var þegar þeir Ronalcl Reagan og Mikhaíl Gorbatsjov héldu fundinn í Höfða árið 1986 - frægasta og mikil- vægasta fund heimsins. Þær sömu þjóðir og áttu snillingana í einvígi aldarinnar. Stærsti alþjóðlegi viðburður síðustu aldar sem setti Island í sviðsljós frióar og afvopnunar. Þegar Bobby Fischer var frelsaöur úr herfjötrum ofsóknar valdi hann að gerast Islendingur, ekki síst vegna þess að skáklistin blómstraði á þessari litlu eyju. Skákir hans veróa teflclar eftir þúsund ár og hér liggur meistarinn í mjúkri mold Guðni Ágústsson fostur- jarðarinnar okkar. Enn höldum við hátíð, komum saman skákmenn. Nú á Skákdeginum sem er afmælisdagur Frióriks Olafssonar, hinn 26. janúar. Hátíð allra um allt land, stúlkur og drengir standa þennan dag í mínum sporum eins og forðum og heillast af skákinni - gera hana að vini og lífsfélaga. Sá sem gerir skákina að leik í lífi sínu er aldrei einn. Fátt tengir kyn- slóðirnar betur saman en skákin. Stelpur og strákar tefla, ungir og aldnir gleðjast yfir skák. Kæri Friðrik, sem Islendingur þakka ég þér, þú ert hin hugprúóa hetja sem hefur gefið þjóð sinni mikið. Okkur öllum sem gerðum skáklistina að okkar ævintýri ert þú fyrirmyndin, sá sanni sem enn bregður töfrasprota þínum og sveipar ljóma og dulúð allt sem fyrir verður. Nú drögum við fram skákborðið þér til heiðurs - á vinnustöðum, í mötuneytum, vinnustofum, fjósinu eða fjárhúsinu, í stofunni heima, í skólum og sundlaugum um allt land. Þú hefur haft meiri áhrif á eina íþrótt en menn gera sér grein fyrir. Hafðu heila þökk, við dáum keppnislund þína og elju. Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, félagi í Taflfélaginu Mátum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Skák

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.