Skák


Skák - 06.03.2012, Síða 81

Skák - 06.03.2012, Síða 81
Greinarhöfundur innanum glaðbeitta Grímseyinga. Árið 2008 gaf Kristín Bragadóttir út ævisöguna Willard Fiske - vinur íslands og velgjörðarmaður. Ahugasamir ættu að lesa þá forvitnilegu bók sem geymir heillandi sögu af einstökum manni í sögu Islands. Skákdeginum fagnað í Grímsey Skákdeginum var fagnaó í Grímsey, skákeyjunni sögufrægu á heimskauts- baug. Dagurinn var lagóur undir skák í grunnskólanum, en þar eru þrettán börn við nám. Um kvöldið var svo efnt til fjölteflis þar sem leikgleðin var alls- ráóandi. Framvegis verður líka hægt að tefla í Grímseyjarferjunni Sæfara og sundlauginni í Grímsey, sem fengu taflsett að gjöf í tilefni dagsins. Það voru forréttindi að heimsækja Grímseyinga á þessum merkisdegi, enda skipar Grímsey merkan sess, jafnt í skáksögunni sem íslensku samfélagi nútímans. Þar búa nú rnilli 60 og 70 manns. Sjávarútvegur er undirstaða byggðarinnar og eru Grímseyingar að fornu og nýju þekktir sjósóknarar. Willard Fiske hinn mikli velgjörðarmaður íslendinga fékk sérstakan áhuga á Grímsey, þegar honurn barst til eyrna að þar væru annálaðir skákmeistarar. Fiske sendi forláta taflsett á hvert heimili í Grímsey og lét mörgum öðrum gjöfum rigna yfir eyjarskeggja. Fæðingardagur Willards Fiske, 11. nóvember, er þjóðhátíóardagur Grímseyinga sern jafnan fagna deginum með veislu og viðhöfn. Á Skákdaginn 2012 iðaði grunnskólinn af skáklífi. Áhuginn var ósvikinn hjá krökkunum, sem sýndu góða takta eftir nokkrar kennslustundir. Það var teflt af hjartans lyst og auk þess efnt til skákmyndakeppni. Um kvöldið var svo fjöltefli þar sem meðal annars var notað marmaraborð sem Willard Fiske sendi Grímseyingum. Við upphaf fjölteflisins var rifjað upp helgarskákmót sem Jóhann Þórir Jónsson, sá mikli skákfrömuður, hélt í Grímsey sumarið 1981. Þar sigraði Friðrik Ólafsson, en hann var þá forseti FIDE, alþjóðaskáksambandsins. Meðal annarra keppenda voru Helgi Ólafsson, Jón L. Arnason, Jóhann Hjartarson, Guðmundur Sigurjónsson og Ásmundur Ásgeirsson - sannarlega stórmót! Við upphaf fjölteflisins. Rúmlega tuttugu keppendur voru í fjölteflinu, auk áhorfenda á öllum aldri. Bræla var á mióum, og hinir harðsnúnu sjómenn mættu galvaskir til leiks. í hópnum voru rnargir sleipir skákmenn og rnikill áhugi á að koma á reglulegum skákæfingum. Ég mæli með heimsókn til Grímseyjar: Þar eru heimkynni gestrisninnar og nátt- úrunni verður varla með orðum lýst. Það er upplifun að heimsækja útvörð Islands í norðrinu. Og sem fyrr sagði: Nú er hægt að tefla í heita pottinum í Grímsey!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Skák

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.