Skák


Skák - 06.03.2012, Side 91

Skák - 06.03.2012, Side 91
Héðinn Steingrímsson, íslands- meistarinn í skák sem var meðal sigur- vegara árið 2009, Henrik Danielsen, Stefán Kristjánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson ná svo vonandi einnig að blanda sér í baráttuna áhugamönnum til ánægju. Unga kynslóðin fjöimennir í Hörpu og er það vel. Það er frábært fyrir þessa ungu lu-akka að fá tækifæri til að tefla á Reykjavíkurskákmóti. Og ekki má gleyma hinum almenna skákáhugamanni. Meðal keppenda eru læknar, prentarar og kennarar - venjulegt fólk - með brenn- andi ástríðu fyrir hinum konunglega leik! Styrktaraðilar mótsins fá miklar þakkir. Án þeirra væri ekkert mót. Það er ekki á neinn hallað, þegar ég nefni Reykjavíkurborg sérstaklega, en borgin styrkir mótshaldið mjög myndarlega ásamt Nl. Reykjavíkurmótið er algjör lykilvið- burður í íslensku skáklífi. Sameinar afreksskák, unglingaskák og allt þar á milli. Ég vil skora á skákmenn og skák- áhugamenn að fjölmenna á mótsstað og njóta snilldarinnar á hvítum reitum og svörtum. Komið og verðið vitni að töktum og töfrum - finnið hvernig hinn leyndi skákstrengur sem býr hið innra fær brotist fram í samhljómi Hörpunnar. Sjálfur ætla ég að njóta þess að fylgjast með sögulegu móti í ár en stefni ótrauður á þátttöku síðar á þessari öld. Með skákkveðju, Gunnar Björnsson, formaður mótsstjórnar Reykjavíkur- skákmótsins Starfsmenn N1 Reykjavik Open 2012 Mótsstjórn: Gunnar Björnsson (for- maður), Andrea Margrét Gunnarsdóttir, Björn Þorfinnsson, Halldór Grétar Einarsson, Helgi Arnason, Hrafn Jökuls- son, Jón Þorvaldsson, Omar Salama, Óskar Long Einarsson, Róbert I.agcrman og Stefán Bergsson. Skákstjórar: Ríkharður Sveinsson (yfirdómari), Ólafur S. Ásgrímsson (dómari), Páll Sigurðsson (dómari), Andri Hrólfsson, Haraldur Baldursson, Helgi Árnason, Kristján Örn Elíasson og Rúnar Berg. Pörun: Páll Sigurðsson. Beinar útsendingar og önnur tæknimál: Halldór Grétar Einarsson (tæknistjóri), Björn ívar Karlsson, Omar Salama og Páll Sigurðsson. Verkstjórn sérviðburða: Stefán Bergsson. Skákskýrendur: Friðrik Ólafsson, Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason o.fl. Pallborð: Simon Williams, Macauley Peterson, Björn Þorfinnsson, Gunnar Björnsson og Ingvar Þór Jóhannesson. Blaðafulltrúar: Hrafn Jökulsson, Gunnar Björnsson ogjón Gunnar Jónsson. Ljósmyndari mótsins: Hrafn Jökulsson. Framkvæmdastjóri Skáksambands Is- lands: Ásdís Bragadóttir Nánar um hliðarviðburði: www.chess.is og www.skak.is.

x

Skák

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.