Freyja - 01.07.1905, Síða 8

Freyja - 01.07.1905, Síða 8
298. FREYJA VII. 12 ,,Er þa5 allt hans vegna, Nora?“ spuröi ég. ,,Já, barn allt“. ,,Ó hvaö mér þykir vænt um, “ sagði ég og dansaöi af gleöi. En svo dró Nora mig frá glugganum og ég grét af gremju. Seint um kvöldið setti mamma mig í kjöltu sína og sagði mér að majórinn vœri alfarinn til himna. Þann stað hafði ég oft heyrt nefndan. Þaðan var mér sagt að ég hefði komið og þaðan áttu tvíburarnir að hafa komið líka. Himinn var góður staður og hafði nú tvöfallt aðdráttarafl fvrir mig síðan majórinn minn fór þangað. En þó var eitt í öllu þessu sem ,mér ekki geðjaðist að ,,Fæ ég þá aldrei að sjá hann aftur, mamma ?“ sagði ég“. ,,Nei, aldrei, Rhodamín“. ,,En er himininn ekki ,,barna heimili“ mamma? majórinn getur ekki verið ánœgður þar“. ,,Majórinn er þangað kominn til að verða barn í annað sinn, “ sagði mamrna og stundi við. Svo fékk hún mér ofurlítinn stokk, klæddan að útan með bláu flaugeli. I stokknum var ofurlítið vasaúr—það minnsta, sem ég hefi séð, cg undir því stjarna, alsett bláum steinum. Það var hið síðasta sem majórinn keypti áður enn hann fór til hiinins. Börnin mín góð : Af þessari sögu má ýmislegt læra, en sérstaklega er það þó eitt, sem ég vildi benda ykkur á. Mamma Rhodu litlu minntist á hvað æfi majórsins hefði verið einmanaleg í 20 ár. Þegar hann Væmi heim yrðu þau hugsa betur itm hann. I tuttugu ár höfðu þau og aðrir haft tíma og tækifæri til að hugsa um ekkjumanninn, til að sýna honum hluttekning í einverunni. En þeim datt það ekki í hug fyr en þetta, og þá var það um sein- an. Geymið aldrei kærleiksverkin, sem þér getið gjört í dag, til morguns, því þá getur það verið orðið um seinan að. vinna þau. Geymið aldrei kærleiksverkin eða hluttekninguna til morguns, sem þið getið sýnt eða gjört í dag, því þá getur það verið orðið um seinan. Minnisvarðarnir sem látnir eru oft og einatt yfir leiði inna framliðnu, draga ekkert úr sviða hjarta sáranna, sem oft og inatt dró þá hina sömu tildauða.

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.