Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 2

Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 2
74 FREYJA VIII. 4. hjálpa henni’ að verjast voða, vegi hennar fegra og bæta, láttu’ hann vera ljós á vegi, lampa fóta vinu minnar, sendu henni sólarinnar sumardögg á hverjum degi. Vinu mína virztu hugga, vera má hún þurfi’ að líða — árdagsröðuls blikið blíða breiddu’ á hennar sálarglugga. Láttu son þinn, Sírak hugga sálu elsku vinu minnar, sviptu blæjum sorgarinnar sjálfur burt frá hennar glugga. Ljúfi faðir, ljá mér eyra, Ijáðu eyra bænum mínum! Bœnirnar frá börnum þínum bið ég, guð minn, þig að heyra, hafðu guð minn, hreint þitt eyra, hlustaðu á vinu mína, biðji hún um blessun þína bið ég, guð minn, þig að heyra. Þegar lífsins dagar dvína dauðinn henni takmark setur, láttu sælan sankti Pétur sýna henni dyrnar þínar. Leita að hennar langa nafni, letrað nafnið gullnum stöfum finna og segja: Fá við höfum fegri nöfn í okkar safni. Guð, tilþinnar hœgri handar haföu elsku vinu mína, þar sem raddir Braga brína Breiðfjörð, Jón og fleiri landar. - Hátt og vel með helgum öndum hefjast láttu vinu mína, láttu alla þjóna þína þjóna henni á sólarlöndum. V. BónorÖ. Unn þú án afláts elsku vina, vini þínum og vandamanni, láttu biffröst brúna þinna hefja samgöngur sálna okkar. Ast þín er ilmur ándlegs gróðurs, þú ert sólarblóm sálar minnar, vil ég þig festa vinstra megin blóm, við barm minn á brúðkaupsdegi. VI. TlálfkveÖin vísa. Þú veist ekki enn hve mitt hjarta er heitt né hvernig ég er inn við beinið, því ástina til þín fær allsekki neitt þér auglýst—já það er nú meinið. Ó, hversu ég elska þig, elskan mín góð, með orðum ég má ekki lýsa, en þess vegna yrki’ ég um þig ástin mín ljóð, sem að eins er hálfkveðin vísa.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.