Freyja - 01.11.1905, Síða 7

Freyja - 01.11.1905, Síða 7
VIII. 4- FREYJA 79 Um allt þetta og margt fleira er þessi volduga bygging þegj- andi en áreiöanlegt vitni. Meöal annars sem ég sá í Verona var fæöingarstaöur og leg- staður Júlíet, ástmeyjar Romeos. Um veruleik legstaðarins voru Verona-búar reyndar ekki alveg vissir, en að faðir hennar, signor Capuleti hefði búið í húsinu, sem þeir segja fæðingarstað Júlíet, álitu þeir alls engum vafa bundið. Barniö við lœkinn. „Hvað ert þú að gjöra hér, litla barn?“ heyrði ég rödd eir.a segja að baki mér og virtist hún koma frá dimmu skýi, s.em grúfði sig þung- lamalega ofan yflr brekkuna, sem ég stóð í. Ofan brekkuna rann lítill en straumharður íækur. „Hvað er ég að gjöra,“ endurtók lítið stúlkubarn, sem sat á lækjar- bakkanum og starði tárvotum augum út í straumiðuna. ,,Eg er að hlusta á það sem lækurinn segir“. ,,Og hrað segir hann 1“ þrumaði dökka skýið við eyra barnsins. Litla stúlkan leit snögglega upp og þá sýndist henni skýið svo reiði- legt að hún varð óttaslegin mjög. Skýið tók eftir því og sagði þá í þýðari róm: „Óttastu ekki skuggatjöld mín, því að baki þeirra býr sólargeislinn þó þú sjáir hann ekki. En seg mér nú hvað lækurinn er að innprenta þör“. „Hann segir að á morgun eigi ég að hætta að vera barn, að ég eigi að fara frá foreldrum mínum, frá ömrnu minni og gullunum mínum sem mér þyltir svo innilega vænt um. Hann segir að ég eigi að faia til ókunnugrar móðnr, sem ekki kunni að elska og aldrei lofi mér að leika mér,og sem aldrei þerri af mér tárin þó ég meiði mig, eins og móð- ir mín er vön að gjöra þegar eitthvað gengur að mér og þegar illa liggur á mér, Hann segir einnig að þessi harðlynda móðir muni láta mig vinna dag eftir dag án þess að gjaTda mér annað kaup en vanþakk- læti. Nú þagnaði litla stúlkan, andvarpaði þungt og laut niður að læknum til að hlusta á ný, ÓsjAIfrátt færði ég mig líka nær ti.I að hlusta og lieyrði ég þá lækinn segja í sorgblöndnum róm.

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.