Freyja - 01.11.1905, Page 20

Freyja - 01.11.1905, Page 20
92 FREYJA Jóluósk. VIII. 4. Ef ég gœti gjört allt sem ég vildi fyrir jólin myndi það veröa þetta: Ég myndi láta alla konunga og keisara leggja niður völdin og lofa fólkinu aö stjórna sér sjálft. Ég myndi láta aöalsfólki'ð kasta titlunum og gefa fólkinu aftur landiö í hendur. Ég myndi láta páfann kasta af sér páfaskykkjunni og páfa kórónunni og játa það, aö hann væri hvorki fulltrúi guös á jöröunni né sœti í hans sceti, aö hann voeri ekki óskeikull, heldur vœri hann maöur eins og aörir ítalir. Ég myndi láta alla kardinála, erkibyskupa, byskupa, prófasta og presta viðurkenna aö þeir þekktu enga guðfrœði, vissu ekkert um himnaríki né helvíti, ekkert um vofur, engla né djöíia, og ekkert um endalok mannkynsjns. Ég myndi láta þá segja ,,sauðum“ sínum aö hugsa sjálfum og hvetja þá til að verða menn og konur í orðsins réttu merkingu og gjöra allt sem í þeirra valdi stæöi til aö auka gleði og farsæld mannanna. Ég myndi láta alla háskóla prófessora og aðra kennara að sunnudagaskólakennurum meðtöldum undirgangast það, að kenna eingöngu það sem þeir sjálfir vissu, en hætta að kenna getgátur og ó'fökstudd sannindi. . \ Ég myndi gjöra alla stjórnmálamenn að þjóðarvinum, að mönnum, sem vildu gjöra land sitt og þjóð frjálsa og farsæla, að inönnum, sem hugsa meira um almennings velferð en eigin hags- muni, mönnum, sem vildu verða landi og lýö til blessunar. Ég myndi vilja láta alla ritstjóra skuldbinda sig til að skrifa um sannleikann og ekkert nema sannleikann, forðast illmœli en láta fólk og einstaklinga í friði. Ég myndi vilja afnema ofdrykkju og yínsölubann jöfnum höndum. Ég myndi vilja afnema dauðadóminn og alla líkamlega hegn- ingu, því grimmd og harðneskja spilla bœði þeim sem hegna^ og þeim sem fyrir hegningunni veiða, en hjartagæzka og mannúð göfga og bœta hvorttveggja. Ég myndi láta auðmennina (miljónerana) mynda félög al- menningi til gagns og blessunar.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.