Freyja - 01.11.1905, Side 21

Freyja - 01.11.1905, Side 21
VIII. 4. FREYJA 93 Ég myndi skifta ágóða vinnunnar samvizkusamlega milli auös og vinnu svo að verkamaðurinn geti lagt nógu mikið hjá sér í júní œskunnar til að draga úr nepju desember œfinnar. Ég myndi mynda allsherjar lögréttu sem gera skyldi út um öll deilumál þjóðanna á friðsamlegan hátt, svo að landherinn hœtti að vera til og herskipaflotarnir meigi rotna í ró af því að þeirra þarf ekki lengur með. Þetta léti ég duga mér um þessi jól. Nœstu jól kynni ég að biðja um meira. INGERSOLL. Gleðileg jól, börnin mín góð! Ég hefi verið beðin að segjayð- ur stutta sögu og af því mér er takmarkaður tími og rúm œtla ég að segja yður ofurlítið atriði, sem kom fyrir hana Helgu litlu fyrstu jólin, sem hún var í Amerfku, alveg eins og hún sagði mér það. Ég var vinnukona hjá ríku fólki, sem heima átti rétt við hlið- ina á einni fegurstu og stœrstu kyrkju borgarinnar. Sólin var að ganga undir og með nóttunni breiddist jólahelgin yfirborgina. Eins og glóandi stjörnur skinu rafljósin á hverju götu- horni, eins og þau vildu smeygja sínum löngu geislafingrum sem allra lengst gegnum myrkrið, sem grúfði sig yfir jörðina. Himininn var hulinn dökkum drungaskýjum og lognmollulegar snjóflyksur féllu þróttlausar ofan á götur og gangstéttir, sem annars voru auðar. ^ Kyrkjuklukkurnar hringdu í ál<afa og fólkið streymdi prúðbúið— hver til sinnar kyrkju. Þar var jólagleðin f allri sinni dýrð og mörg voru þar glaðleg, vonblíð andlit og mörg sœl hjörtu. Prest- urinn bcðaði fagnaðarboðskapinn: Dýrð sé guði í upphæðum og friðurog velþóknun yfir mönnunum. “ Og svo bárust flóðöldur

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.