Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 3

Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 3
VIII. 5- FREYJA Úr mannlífinu. (Þýtt úr ,,The Public“.) 99 Ég er staddur í járnbrautarvagni. Skammt frá mér sitja hjón, sitt í hvoru sæti. Iíonan ávarpar manninn öbru hvoru, hann svarar stu.tt og kuldalega. Þau sjást ekki skiftast á neinum einkennum hlýrra hugsana., sannrar vináttu, kœrleiks né innileika. Þau eru eins andlega fjarlæg hvort ööru og austriö vestrinu, Sam- þýðast jafn illa og ís og eldur. Þau hanga saman aö eins fyrir valdboð laganna eöa af vana. Ast þeirra er löngu dauð; giftingar eiöurinn gleymdur, gleöi- leikur b'fs þeirra er leikinn á enda; dagur hamingjunnar kominn aö kvöldi og yfir þeim grúfir dimm og ísköld nótt. Ég renni kugaraugum mínum mörgum árum aftur í tímann og minnist þess, að ég þá sá þessi sömu hjón. Nú eru þau gráhærð og gömul; þá voru þau ung. Þaö var um sumar. Ég hafði ásamt mörgum öðrum, farið mér til skemmtunar um sumartíinann út að Michigan vatninu. Það var kveld. Ég var einn á báti skammt frá landi. Kvöldroöinn hjúpaði vestur loftið rósrauöri slœðu. Landið teygöi út í vatniö langa arma,skógi vaxna, á báðar hliöar. Allt var svo kyrlátt og hljótt að mér datt í hug að kvöldblærinn vildi ekki sV.erða heilagleik þann, er feguröin hafði til sýnis.—Ég heyrði áraglam; mér var litið við og ég sá mynd, sem allir kann- ast viö—svein og svanna. Bátnum var rennt hægt og léttilega að landi á milli laufgaðra runna, og í skugga risavaxins tréssettust þau sveinninn og svanninn í kvöldkyrðinni, er gullroði aftanroö- ans kvaddi með brosi. Ég horföi á þau þar sem ég sat í bátnum mínum og mér datt í hug ljóð Burns, er hann nefnir: ,,Til Maríu í himninum“ og ég sendi þögula bœn frá djúpi hjarta míns til anda þess, er öllu ræður og baö hann að blessa líf þessara tveggja sálna og ég fylgdi þeim í anda frá þessum stað þar sem þau sátu alsœl í draumríki ástarinnar og alla leið til kyrkjnnnar í þorpinu þar sem þau áttu heima og ég heyröi prestinn mæla þessi þýöingar mikklu orð : ,,Þið eruð hjón, “ og ég sá manninn draga hringinn á fing- ur brúði sinnar meö titrandi hendi og ég sá tár hrynja niður kinn-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.