Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 31

Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 31
VIII. 5- FREYJA 127 kringumstœBur leyfa. Þaö eitt get ég nú sagt, aö gáfur hennar framsól n og viljaþrek liafa komi'S henni, umkomulítilli stúlku sem missti foreldra sína á unga aldri, í rö'S fremstu og mesta dœtra ís- lands. Fyrir þá eiginleika tókst henni aS stofna Ivvennablaöið, sem í 11 löng og sjálfsagt oft þreytandi ár hefir barist fyrir kjör- gengi kvenna á íslandi—verið „rödd hrópandans í eyðimörkinni “ þó hún hafi ekki verið eina röddin. Ég hygg að hún hafi allra ísl. kvenna fyrst haldið fyrirlestur um ,,Réttindi kvenna, “ á íslandi, eins ágætan og hann var þá einstakur í sinni röð. ÞaS er ó- hætt að segja aö hún sé sjálfmenntuS kona, því þó hún hafi notiö nokkurar skólamenntunar þá hrauð hún sérleið að þeirrimenntun meS atorku sinni og dugnaði. Hún giftist Valdimar Asmundssyni, einnig sjálfmenntuSum manni og ^eiganda og ritst eins af íslands vinsœlustu alþýSublöðum Fjallkonunnar, þar til hann dó fyriÉ 3 árum. Eftir lát manns síns feröaSist hún víða um norðurlönd og kynntist í þeirri ferS mörgum ágætis konúm.meðal þeirra nokkrum erstanda framarlega íhinu mikla ALþjÓÐA kvennkjörgengisfélagi sem stofnaö var í Washington árið 1902 aS tilhlutan Súsan B. Anthony, ein* og sjá má af ,, Bréfi frá dans'kri konu“, sem tekið var upp úr Kvennablaöinu í síðastá júlí og ágúst heifti Freyju. Annað bréf fráhinni sömu dönsku konu veröur tekið upp í næsta númer Freyju af því þaS sýnir svo vel hvé vakandi annara þjóöa konur eru fyrir kjörgengisrétti kvenna, sem innibindur öll önnur réttindi,— með öðruin orSum Jafnré'tti, sem Freyja hefir öllum málefnum fremur haft á dagskrá sinrii. Myndir af fleiri íslenzkum ágœtis konum átti Freyja aS flytja lesöndum sínum í þessu númeri, en það fórst fyrir vegna þess aS ungfrú Olafía Jóhannsdóttir sem ég scrstaklega baö að útvega mér þær ásamt mynd af sjálfri sér, var erlendis og fékk því ekki bréf mitt fyr en í ótíma, en hún hefir góðfúslega heitiS mér aðstoð sinni ineS þaö síðar. Myndir af fsle.nzkum og erlendum ágœtiskonum mun Freyja því reyna að flytja lesönd'im sínum við og við og með því reyna að bœta upp það sem á vantar að þetta númer sé eins góð jóla eða ný-ársgjöf og undaníarandi jólablöö hennar hafa verið.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.