Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 17
VIII. 5-
FREYJA
r 13
ingu Alexandríumanna, þannig var Jesú, annari guödómspersónu
kristinna manna þröngvaS upp á Jehova, guö Gyðinganna.
Þegar Kristnin náöi yfirráöum í Alexandríu hóf hún jafnskjótt
baráttu sína gegn siðmenningu og listum síns volduga andstæðings,
heiöninni, og snöri þá auövitað athygli sínu fyrst aö bókhlöðunni
miklu og musteri Serapis. Þess er vert að geta, að af þeim fimm
stórborgum sem á fyrstu dögum kristninnar uröu aðal aðseturstað'
ir hennarn.l. Konstantínópel, Kartagó, Alexandríu, Róm ég Ant-
íockíu, tók Alexandría Konstantínópel um eitt tímabil fram, og stóð
ekki að baki Rómaborgar. Aður en vér förum lengra út í þetta
verðum vér í eitt skifti fyrir öll að gjöra oss grein fyrir því, að
Austurheimurinn, (Asía og Afríka) er og hefir verið vagga og vermi-
reitur allra trúarbragða og að í því er kristnin engin undantekn-
ing.Til sönnunar því,aö kristnin er austurlanda heimspeki ogað hún
kann betur við sig í austurlanda loftslagi sýnir bæði þaö, að af áð-
ur nefndum fimm stórborgum,sem í öndverðu uröu höfuðból henn-
ar, voru fjórar í austurálfunni, og annað það, að jafnskjótt sem hún
náði hinu volduga Rómverska keisaraveldi á sitt vald, flutti hún
höfuðból þess frá Róm til Konstantínópel, frá Evrópu til Asíu.
Fyrir höfðingja þann, sem umfram allt vildi hafa vald yfir sál og
líkama þegna sinna, sem hataði iýðstjórn og frelsi og vildi heldur
andlegan dauða en lifandi, starfandi skynsemi, var kristnin, með
sinn auðmýktar og undirgefnis anda miklu hentugri en in hroka-
fulla, frelsiselskandi heiðni og þess vegna flutti Konrtantínus mikli
sig svo nálœgt vöggu kristninnar sem hann gat, til þess að get því
betur notaö sér eiginleika hennar og áhrif.
Þaö er ekki Kristninni aö kenna þó Asía hafi verið auðinjúk og
beygjanleg, heldur er það Asíu sök að kristnin hefir verið það.
Það eru ekki svo mjög trúarbrögðin, sem mynda eðli og karaktir
þjóðanna, eins og það er karaktir þjóðanna sem skapar eðli trúar-
arbragðanna. Eins og það eru hvorki einstök orð né tungumál
sem skapa hugmyndirnar, heldur hugmjmdirnar sem skapa orð og
tungumál, þannig eru trúarbrögðin tungumál eða líkill að hugsjón-
um þjóðanna og endurskin af karaktir þeirra. Þetta gildir um öll
trúarbrögð meðan þau eru ung og á þroskaskeiði. Þegar kristnin