Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 16

Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 16
I 12 FREYJA VIII. 5. og fjölbreyttari en bláhveli hininsins um hávetur, meb öllum sínum skínandi stjörnu grúa. Kóróna guðsins var mæliker, er tákna skyldi nœgtir og góða uppskeru. Við hlið guðsins stóð þríhöfðuð skepna, með höfuð og framhlut ljónsins er tákna skyldi nútíð, úlfsins er tákna skyldi liðna tíð, og hundsins—hinn trigglynda, vilj- uga vinfasta vin, er tákna skyldi ókomna tíð. Utanum líkama guðsins hringaði sig höggormur af þeirri tegund er Mammut heitir, og hvíldi hann hausinn á hönd guðsins. Þessi voða skepna skyldi tákna tímann, hvers fæðingardag enginn hefir enn þá sem komið er uppgötvað. Þessi dýrðlegi guð, sem með nærveru sinni uppljómaði musteri þetta var einu sinni mesta átrúnaðargoð austurlanda. Menn trúðu því að hann stjórnaði ánni Níl, sem vökvaði hinn frjósama Nílárdal í þúsunda mílna tali. Meðan augu Serapis væru opin átti sólin að skína á landið og framleiða björg og blessun fyrir menn og málleys- ingja.og konur áttu að vera frjóar. En lykjust augu guðsins, skyldi sólin missa ljóma sinn, jörðin verða ófrjó og konur óbyrjur. En Serapis var ekki egypskur að œtt né uppruna. Hann var ekki einu sinni afríkanskur, heldur hafði hann verið fluttur þangað frá Sin- opi—Tyrkneskum smá bæ við Svartahafið. Þegar Serapis fyrst kom til Alexandríu reis fólkið, einkanlega Alexandríumenn önd- verðir gegn þessum útlenda guði. Höfðu þeir ekki Ósíris hinn mikla guð forfeðra sinna og Isis, hina guðdómlegu konu hans með ungbarnið Harus, son þeirra í skauti sínu? Hví skyldu þeir þá veita annarlegum, óþekktum og útlendum guði móttöku og setja hann í hásæti þessar guðdómlegu þrenningar eða líða honum að flekka hjónasœng þeirra? Höfðu þeir ekki þessa heilögu þrenningu guðdómsins, Ósíris, Isis og Harus—föður, móður og son, —beztu og fullkomnustu þrenningu, sem nokkur þjóð hefir dýrkað? En Ptolemy var konungur og vilji hans var valdboð. Hann sagði að Ósíris hefði birzt sér í draumi og skipað sér að veita Serapis mót- töku, sem nýjum og hjartfólgnum guði, og móti vilja Ósíris sjálfs kvaðst hann ekki breyta vilja. Hér er auðsær skyldleiki þessara fornu trúarbragða og Kristninn- ar. Því eins cg Serapis er þröngvað inn í þessa guðdómlegu þrenn-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.