Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 28

Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 28
124 FREYJA VIII. 5. ítt, bar hanainn,tók af henni tlftðurnar og ssetti hana við ofninn. Meðan hún vermdi sig,hughreysti gatnla konan hana, bað hana fara hugrakka og óhrædda inn til hans og lesa yfir honum faðir-vorið sitt. Þegar hún hafði ornað sir leiddi gamla konan hana inn í herbergí sjúklingsins. Skegg hans var orðið afar rnikið, augnatc'ftirnar hohtr og ltann horfði staraudi á móti þeim. Þó fannst henni hann ekki ljótur og hún hræddist hann ekki. „Fyrirgefðu mér,“ hvíslaði hann. Henni skildist hún eiga að segja já og þess vegna sagði hún já. Þá brosti hann og reyndi að snúa sér, en mátturinn var þrotinn. Hún byrjaði strax á faðir-vor, en hann gjörði bendingu um að sér líkaði það miður, en benti á brjöstið á sér. Barnið lagði báðar hendur á brjóstið á honum því þess fannst henni hann biðja sig. Strax lagði hann holdgrönnu, beinaberu og nástömu hendurnar sínar ofan á hennar, lagði augun aftur og var þá eins og heilög kyrð færðist yfir hann. Með því hann sagði ekkert,þorði hún ekki að draga liendurnar að sér þegar hún var búin með bænina, heldur las hún hana aftur, 0g er hún byrjaði á henni í þriðja sinni, kom gamla konan inn, leit á rúmið og sagði: „Nú mátt þú hætta barnið mitt, þvi nú er hann leystur í friði.“ (Aðsent.) Afram. Áfram, tftt þó örvar þjóti, áfram, dimma þyrnileið, áfram, kífs í ölduróti, áfram þjóS mín, fram í deyð. Áfram, áfram, efldir drengir, óma mínir hjartastrengir. Áfram, áfram, ástarblíða yndisfagra snót, áfram, áfram, lands og lýða leið þú sérhver mót. Áfram, áfram, ljóssins lilja, lögmál tímans reyndu’ að skilja. Áfram, áfram, eining fögur okkar prýði starf. Til að mynda merkar sögur manndóms huga þarf. Áfram, áfram, guð þín gæti, göfga þjóð mín, kjör þín bœti. Jón Kjœrnested.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.