Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 15

Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 15
VIII. 5- FREYJA 111 Næst bókahlööunni hvar allar hillur svignuðu undan þunga bókfellanna sem geymdu framþróunarsögu mannkynsins—hugvit og menningu aldanna, dýrmoetari auðlegð en slegið gull, var hið veg- l.ega musteri guösins Serapis. Sagt er að byggingameistarar hins fræga musteris Eddessa, hafi stœrt sig af því musteri og sagt,að komandi aldir mundu jafna þvf við musteri Serapis.og gef- ur það nokkurn vegin ljósa hugmynd um dýrð þessa Alexandríu- musteris. Sagnaritarar og fornfræöingar segja, að það hafi verið eitt hið veglegasta minnismerki heiðinnar siðmenningar, og aS allri snilld hafi það gengið næst musteri Júpiters í Róm oginu óviðjafn- anlega Parthenon í Athenuborg, sem er án efa mesta listaverk er jörð vor hefir átt. Musteri Serapis var byggt á svo hárri hœð að upp að því lágu hundrað tröppur, og var hœð sú gjörð af mannahöndum. Musteri þetta var ekki ein bygging, heldur krans af byggingum utan um eina afar stóra byggingu, sein stóð í miðjum byggingaklasanum á súlum miklum og fagurlega gjörðum. Síðari tíma frœðimenn segja, að bygginga meisturum musteris þessa hafi tekist að samrýma í því byggingalist Grikkja og forn-Egypta á svo listfengan hátt að hvort virtist öðru eiginlegt. Musteri þetta skoðuðu samtíðamenn þess sem friðarsáttmála milli egyptsku pýramída-íþróttarinnar og grísku byggingalistarinnar (Acropolis ], því þar vœru sameinuð hin tröll- vöxna egyptska pýramída og grafkvelfinga-gjörð við ina frábœru grísku snilld og smekkvísi. En óskiljanlegast og merkilegast af öllu þessu erguðinn sjálfur —guðinn Serapis. Það er örðugt að gjöra scr grein fyrir stærð hans, hversu nálœgð hans fyllti hinn mikla geim musterisins, svo að hœgri hönd hans nam vegginn til hægri,en hin tii vinstri handar. Og meistarinn hafði einnig fundið ráð til að láta líkama guðsins vera allstaðar nálœgan. I honum blönduðust allar þekktar málm- tegundir—silfur, gull, eir, kopar, tin, og hér og þar í samsteypu þessari stirndi á dýrmœtustu gimsteina—þá dýrmœtustu sem heim- urinn þá þekkti, þar til þetta risavaxna líkneski ljómaði eins og þar væri skínandi Saffírssteinn og litirnir voru fegurri, glansamein,

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.