Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 10

Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 10
io 6 FREYjA Alráður kóngsson. Hann undi’ ekki heima viS aspir og björk, hann Alráöur kóngsson á Drauma-mörk. Því farmannasveit kom af fjarlægri strönd, og fluttu’ honum sagnir um undralönd. Af alsnægtalöndunum eitt var þó bezt og unaöarríkast og gæöa flest. Þeir Kynja-ey nefndu þaö ljúflings land, og lognöldur kysstu þar gullinn sand. Af málm-logum glóðu þar myrkviöar-fjöll, á megintind hverjum stóö demants höll. Og engan þraut vín þar, né aldini fríð, því alltaf var gróður og sumartíð. Og alltaf var söngur og dillandi dans í dýrlegum sölum þess undralands. Þar rœttist hver óskin svo fyrirtaks fljótt, sem forðum—- í ,,Þúsund og einni nótt. “ Og glaðlynd var þjóðin og goðunum jöfn, hver gumi var Baldur, hver mær var Sjöfn. Þó bar þar af öllum hið bjarteyga sprund— hún Bil, dóttir jarlsins við Mána-sund. Og Alráður kóngsson varð allur að þrá, því öll þessi stórmerki vildi hann sjá. VIII. 5. Hann strengdi þess heit og hann sór það við Sól, að sækja það land fyrir næstu jól.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.