Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 19
VIII. 5- FREYJA 114
en heiöingjar læddust heygöir og sorgmæddir til heimkynna sinna.
Akveðnir í að láta ekki misbjóða guði sínum mótstöðuíaust söfnuð-
ust heiðnir menn þó saman og œddu á móti fjandmönnum sínum
hrópandi: ,,Látum oss fyrirfarast ineð guði vorum!“ En nú voru
kristnir orðnir í meiri hluta og erkibyskupinn með krossmark í
hendi œddi upp að musterinu og eftir honum öll fylking munkanna
og annara kristinna manna og tóku nú með ákefS mikilli að brjóta
niður stoðir og styttur hinns forn-helga staðar. Þegar þeir komu
að guðinum sjálfum, greip ógn og skelfing allra hjörtu svo jafnvel
munkarnir litu óttaslegnir undan, og eng'n var svo vogaður, að
hann vildi greiða fyrsta höggið, af ótta fyrir því, að Serapis, hinn
voldugi guð,léti ekki slíka svívirðu óhegnda. Þar kom þó, að her-
maöur nokkur gekk fram og greiddi guðinum högg mikið á vangann
með kylfu sinni, en hann brá sér hvergi né heldur missti sólin birtu
sína og ekkert náttúrulögmál raskaðist. Við þetta óx kristnum
mönnum ásmegin, lögðu þeir nú að guðinum fyrir alvöru, brutu
hann í ótal parta og drógu svopartana út á götuna til að storka
sem mest dýrkendum hans. Þegar heiðingjar sáu hve ósjálfstœð-
ur guð þeirra var, snörust þeir til kristni í þúsunda tali. Musterið
var rifið niður og kyrkja reyst á rústum þess. Næst réðust þeir á
bókahlöðuna, tæmdu hillurnar, eyðilögðu bókfellin og annað það
er geymdi menningu liðinna alda og Grikkir cg Rómverjar höfðu
þar samansafnað. A missi þessum bíður heimurinn aldrei bœtur.
Eftir Theophilis erkibyskup kom St. Cyril frændi hans. I stað
þess sem sá fyr nefndi ofsókti og eyddi hinumdauðu minjum heið-
innar siömenningar,réðist hinn síðari á inar lifandi minjar hennar
svo sem skáld, frœðimenn og heimspekinga. I þá tíð bar mærin,
Hypatia œgishjálm yfir alla frœðimenn og heimspekinga samtíðar
sinnar í Grísk-Rómverskri menntun, í Alexandríu. Faðir hennar
var Theon, heimspekingur og stærðfræðingur, og hefði lærdómur
hans og snilld aflað honum frægðarorðs, sem lifað hefði gegnum
aldirnar fram til vorra tíma, hefði snilld og lærdómur dóttur hans
ekki tekið hans,eins mikið fram.ogljómi sólarinnar birtu tunglsins.
Hypatia var fram úr skarandi gáfukona, með óbilandi viljaþreki
er sýndi sig í því, að hún á bernskualdri og þvert ofan í allar sið-
venjur, ruddi sér braut að menntalindum samtíðar sinnar. (Frh.)