Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 9

Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 9
VIII. 5- FREYJA 105 aðrar persónur og atburði sem því hefir þóknast. Þeir gjöra sig sýnilega ánœgSa meS aö þjóðerniseinkennum og aldaranda þeixra tíma, sem sögurnar fara fram á, sé nokkurnveginn rétt lýst og sög- ulegum atburSum ekki raskaS. Þeirri reglu mun frú Hólm hafa fylgt og sögur hennar sýna, aS henni hefir tekist þaS. Sammerkt viS Dumas eiga mörg önnur útlend stórskáld og má meSal þeirra nefna skáldkonuna George Eliot, sérstaklega í þeirri sögu hennar er „Romola, “ heitir og fer fram á Italíu. Einnig hún vefur innan í skáldvef sinn virkilega menn og atburSi, og hefir eng- inn lastaö hana fyrir þaö. Frá Winnipeg fór frú Hólm aftur heim til Reykjavíkur og mun hafa dvaliö þar aö mestu síöan. Þar gefur hún út mánaöar- blaöiS Dvöl og þaöan sendir hún Draupnir til sinna mörgu vina. I blaSinu De Darner, sem gefiö var út í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum er mynd af frú Hólm og œfiágrip. I niSurlagi þeirrar œfiminningar segir blaöiö meöal annars: ,,Á Þýzkalandi, Noregi og Ameríku þekkist frú Hólm velfyrir bókmenntastörf sín og þýöingar, og þýzk og norsk tímarit hafa fiutt ágrip af æfistarfi hennar. “ Á öörum staS í sömu grein segir þaö: ,,Frú Hólm er Islands mesti kvenn-rithöfundur.‘‘ Langa og starfsama œfi hefir frú Hólm helgaö œttjörSu sinni. Langa og starfsríka æfi. En hvar eru launin? ViSurkenning frá Alþingi, sem hefir komiS fram í ofurlitlum árslaunum, er sumir telja þó eftir. En viöurkenning Alþingis er viðurkenning þjóSarinnar engu aö síöur, og í sannleika veröskulduö. Hverju hafa íslenzkar konur launaö henni? Vináttu og virSing sumar, margar! En hverju œtla þær aS launa henni? ÞaS mun tíminn leiSa í ljós! Frú Hólm er nú sextug aS aldri. Væri ekki fallegt af ySur, slenzku konur, aö minnast þess á viSeigandi hátt á meöan þess er enn þá kostur?

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.