Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 12

Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 12
FREYJA VIII. 5. 108 Óminniselfin. Eftir B. Cartis. Einu sinni var fátœk kona, sem haföi msett svo miklu and- streymi og böli á lífsleiöinni aö hún óskaði um fram allt, að endur- minningarnar um það hyrfu meðöllu. Maðurinn sem hún í œsku gaf ástríka hjartað sitt, gleymdi œsku heiti sínu. Brestir hans gjörð- ust glæpsamlegir og hann flúði að lokum til að forða lífinu. Börnin sem hún bar undir ástríka móðurhjartanu sínu og kom á legg, endurguldu ást hennar og umhyggju með rœktarleysi og vonzku, og yfirgáfu hana síðan hvort á fœtur öðru. Sál hennar yfirbugaðist af sorg. Hrygg og einmana hélt hún ofan eftir skuggadal dauðans. Loks kom hún að ánni og bað ferjumanninn að ferja sig yfir ána. ,.Þetta er Óminniseifin, “ sagði ferjumaður- inn. ,, Viltu ekki hinkra við og fá þér að drekka ?“ Það hýrnaði yfir konunni og hún sagði með sárri eftirvæntingu: ,,Jú ég vil drekka, því þá gleymi ég vonbrigðum mínum“. ,,Þá gleymir þú einnig því, að þú hafir vonað, “ sagði ferju- maðurinn. Eitt augnablik kom hik á konuna, svo sagði hún: ,,Mig langar til að gleyma því að ég neyddist til að hata hann“. ,,Þá gleymirðu líka ástinni, sem þú barst til hans, “ svaraði ferjumaðurinn. Það var einsog þessi orð vektu upp fornar endurminningar og það var löng þögn. Svo laut hún niður og sagði: ,,Ég vil gleyma því, að börnin mín hurfu frá mér. Gleyma hversu ég grét og syrgði þau í myrkrinu á kvöldin, þegar þau komu ekki heim. Gleyma að þau reyka á villustigum og koma ekkiframar til mín“. ,,Já, “ svaraði ferjumaðurinn. ,,Þá gleymir þú líka að þú hefir nokkurntíma þrýst þeim að hjarta þínu. Gleymir hversu litlu lófarnir léku um vanga þína þegar þú söngst þau í svefn á kvöldin“. Konan stóð þá ekki lengur við ána, heldur gekk hún að ferj- unni.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.