Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 11

Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 11
VIII. 5. FREYJA Hann keypti sér árar og skrautbúna skeið, er skjótast gat fariö um höfin breið. Til fylgdar sér valdi hann fríðasta lið, og friðarskjöld bar hann og sverð á hlið. Er búin var sveitin og byr honum gaf, þá bar hann á skipið og lét í haf. Og Alráður kóngsson á Aktaumum sat, en útleið ei neinn honum vísað gat. I fyrstu var seglið hans hafið við hún, því hægur stóð vindur af fjallabrún. En þegar hann kom fyrir Brúðgumabjörg, þá blés svo að áföll hann hreppti mörg. Og í því hann kom fyrir Utskaga-tá þá ólmaðist veðrið svo brast í rá. En Alráður kóngsson missti’ ekki móð, þó mjög vceri ókyrrt á Ránar-sióð. Og svo liðu vikur og sumarið þraut, og síðan kom haustið með vetrarbraut. En kóngsson fékk aldrei að líta neitt land með logandi málma og gullinn sand. Að síðustu barst hann að Sólarfalls-strönd með siglutré brotið og slitin bönd. Þar braut hann að lokum sinn byrðing í spón á blindskerjum Feigðar við Dauðans-lón. Og þannig fer hverjum sem leitar þess lands, að loks verða afdrifin: fjörbrot hans. J. Magnús Bjarnason. 107

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.