Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 27

Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 27
VIII. 5- FREYJA 123 fram hjá, þóttust og liafa séð húsin standa í björtu báli, en aðrir hópa, og lestir koma með háreysti og ópum af hafi, dragnast heim að bæn- um, fara inn um harðlæstar dyr, nasaum hvern krók og kima og með ógargi, hundgá og hestafrísi halda til sjávar aftur og hverfa þai- með öllu. Vinnufólk sjúklingsins flúði hvað á fætur öðru og breiddi þessar sögur út. Loks dirfðist enginn að koma náiægt bænum, og hefði það ekki verið fyrir öldruð húsmennskuhjón sem hann hafði fyrrum sýnt velvildar hug, liefði sjúklingurinn mátt eiga sig án nokkurar hjálpar, Gamla korian sem umgekkst hann gat þó ekki að því gjört að vera hálf hrædd. Hún brenndi liálini undir rúminu hans tii að fæla þann illa á burtu, en enda þótt sá sjúki væri næstum brendur upp, gat hann ekki fengið að leysast. Ilann leið afskaplegar þjáningar. Seinast flaug gömlu konunni það í hug að það mvndi vera einhver manneskja er hann biði eftir og þráði að sjá. Hún spurði hann hvert hún ætti ekki að sendaeftir prestinum. Hann hristi höfuðið. Var það þá enginn annar sem hann langaði til að sjá? Ilann gegndi því engu, en daginn eftir er liann lá vakandi 0g nokk- uð þjáninga minni sagði hann upp aftur og aftur: „Agnes.“ Vafalaust var það ekki meint sem svar upp áspurningu gömlu kon- unnar en þö tók hún það þannig. Það hýrnaði yfir henni og hún fór til manns sín3, bað hann hafa hraðann við og fara yfir á prestssetrið og sækja Agnesi litlu. A prestssetrinu trúði fólk ekki öðru en það væri presturinn sem sent hefði verið eftir, en gamli maðurinn lét ekki al því, að það væri Agnes. Agnes litla var inni og heyrði allt og varð fjarska hrædd. Hún var líka búin að heyra svo margar sögur af aðsókninni frá þeim illa og lestinni upp af sjónum. En hún hafði einnig heyrt það sagt að sjúklingurinn biði eftir einhverjum til þess hann fengi að deyja og fannst þá ekki ólíklcgt að það væri hún, þar sem konan hans hefði svo oft sókt hana yfirum. Maður má ekki neita beiðni deyjandi manns, sagði fólkið benni, og ef hún að eins bæði heitt og innilega til guðs gæti ekk- ert illt grandað henni. Og hún trúði því og lét búa sig. Það var kalt og heiðstirni um kvöldið og skuggarnir teygðu sig dökkir 0g drungalegir yfir allt. Hringlið í hestabjöliunum bergmálaði í skóginum er þau óku heimleiðis, það- var nokkuð draugalegt, en svo sat hún kyr og baðst fvrir alla leiðina. Hún sá engan djöful og heyrði ekkert til lestarinnar frá sjónum þótt þau ækju eftir fjörunni, en hún sí stjörnurnar blika á himninum og ljósið fram undan sér á bakkanum. Upp við bæinn var allt voðalega hljótt, cn gumla konan kom strax

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.