Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 18

Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 18
H3 FREYJA VIII. náöi haldi á heimínurti nmsnöri hún honum. Hún réCist á Iiiö íornhelga Rómaveldi og tók allt sem hönd á festi, veldisprotann, sveröiö, kórónuna og síöast hásœtiö sjálft og flutti allt til Asíu. Þaö var ekki nema eölilegt aö trúarbrögö, sem böröust á móti evrópiskri siömenningu, móti Sókrates, Plató, Ciceró, Seneca og kenningum þeirra í Evrópu liðu ekkert af því í Asíu. Kristnin, sem í voldngu Rómaborg reyndi að eyðileggja allar minjar heið- innar siömenningar,gat ekki, til að vera sjálfri sér samkvœm, liöiö þær í Konstantínópel eöa Antíockíu, þar sem vagga hennar forðum stóð og þar sem þá stóð hásæti hennar. Oss furðar á því aö Japi, Arabi eða Síami, sem aldrei hafa séð eða umgengist Evrópu eða Ameríkumenn skuli hugsa eða breyta líkt þeim. Margirtrúa því ekki, að heiöingjar sem uppi voru þrjú þúsuud árum á undan oss, hafi haft til aö bera þær dyggöir er oss nú þykja mestu varða. Það eru til trúflokkar sem álíta að engir geti veriö góðir nema trúbrœður þeirra. Þeir menn geta með engu móti séð eða skilið hinn ómótmœlanlega sameiglegleika allrar sið- menningar á öllum tímum, hjá öllum þjóðum fyrir og eftir Krist, -—að framþróun mannkynsins er í aðal atriöunum æfilega söm í afleiöingum sínum og áhrifum á það. Þaö er einmitt þessi sam- eiginlegleiki menningar allra þjóða,sem gjörirTrjan, þó heiðinn sé eins göfugann og Washington, sem fœddur er og uppalinn innan á- hrifa kristninnar, og Confúcíus Kínverska eins drenglyndan og Voltaire. Þessi sameiginleiki allra þjóða og allra tíma siðmenning- ar er svo auðsœr,að enginn sanngjarn maöur getur lesið framþró- unársögu mannkynsins án þess að sjá hann og viðurkenna, og sú viðurkenning—hvenær sem hún verður alrnenn, mun hreinsa and- rúmsloftið af ryki því, er trúarbragða hatur og ofsóknir hafi um margar aldir hrúgað saman. Um það leyti sem saga vor skeði, var Theodosius keisari yfir Rómaveldi. Sem svar upp á áskorun frá erkibyskupinum í Alex- andríu, sendi hann bréf þess efnis, að eyðileggja skyldi hinn forna átrúnað Egypta. Þegar bréf keisarans var lesið upp á aðal torgi borgarinnar, þar sem saman voru komnir heiðnir menn og kristnir til að hlusta á það, ráku kristnir menn upp ógurlegt fagnaðaróp,

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.