Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 25

Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 25
VIII. 5- FREYJA 121 honum. Hvers vog-na gat hann aldrei látið hana í friði? Til hans ílhði liún þó frá fortíð sinni og frá honum vænti hún styrks gegn henni. Svo var það líka hann sem lokkaði hana inn í búrið og lokaði því á eftir henni. liún hafði verið honum eftirlát og góð, hvað varðaði hann þá um fortíð hennar, og ef liann varðaði um hana, hví þá ekki strax í byrjun? Því betur sem hann skyldi í bágindum hennar því órólegri varð hann. En samt vildi hann vita um fortíð hennar, vita hvort hún hefði ekkitil- heyrt öðrum og hann átti heimtingu á að vita það, svo framarlega sem hún ekki giftist honum af eintómri þakklátssemi, En því meir sem spurningar hans særðu hana, þess fastara sókti hann eftir, Nú datt honum sú spurning í hug, hvort hann hefði sjálfur trúað henni fyrir fortíð sinni. Gat slíkur trúnaður átt sér stað? Vissulega ekki. Allt í einu heyrði hann til tveggja barna sem voru að leikum skammt þaðan, og þá tók hann líka fyrst eftir því, að hann sat í græna rjóðrinu sem hún hafði svo nýlega minnst á. Börnin gátu hafa. verið þar lengi þó hann taiki ekki fyr eftir þeim. Og þetta var Agnes dóttir prestsins, sex eða átta vetra gömul stúlka, svo undur lík Astu, og Ástu hafði þótt svo undur vænt um þetta barn að hún næstum dýrkaði það. „Guð í himninum, en hvað hún er llk henni!“ Agnes hafði hjálpað bróður sín- um upp á stein, svo léku þau sér að því, að hún var skólakennari en hann lærisveinn, „Hafðu núeftir það sem égsegi“: sagði hún: ,,Fað- ir vor.“ — „Fa vo.“ — „Þú sem ert á himnum.“— „Himmi.“ — „Helgist þitt nafn.“ — Ilelgi nafn.“ — „Til komi þitt ríki.“ — ,,Nei.“ — „Verði þinn vilji,“ — „Nei, ög vil ekki þetta.“ Bótólfur hafði læðst í burtu, Það var ekki bænin sem hafði áhrif á hann, því í fyrstu tðk hann ekki eftir því að börnin voru að fara með bæn. En honum fannst hann þar eins og vargur I véum, réttlaus fyrir guði og mönnum. Hann lædd- ist rneð fram runnunum svo börnin sæju sig ekki, því við þau var hann nú hræddari en hann hafði áður verið við nokkuð annað á æfi sinni. En hvert átti hann að fara/ Heim í auða húsið sem hann keypti handa henni, eða eitthvað lengra? Það kom allt fyrir eitt, því hvert sem hann sneri sér.stóð hún ávalt fyrir hugskotsaugum hans. Menn segja að hin síðasta mynd, sem verður fyrir augum deyjandi raanns,verði og in fyrsta sem mætir honum hinumegin og að maður, sem deyr með vonda sam- vizku, vakni til hennar aftur og losist aldrei síðan við hana, Það var ekki Ásta, sem hann sá fyrir skemmstu á brúninni, heldur Agnes, litla saklausa stúlkan. Endurminningin um kærleika Ástu til þessa barns

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.